Lofuðu að láta nágrannaríkin vera

Frá Doha, höfuðborg Katar.
Frá Doha, höfuðborg Katar. AFP

Katar gerði samkomulag við nágrannaríki sín að styðja ekki við „fjandsamlega fjölmiðla“ eða stjórnarandstöðuhópa í nágrannaríkjum sínum. Hin Persaflóaríkin hétu því sömuleiðis að styðja ekki slíka hópa eða fjölmiðla í nágrannaríkjum sínum. Þetta kemur fram í leynilegum samningum sem undirritaðir voru árin 2013 og 2014 og CNN hefur undir höndum.

Í frétt CNN af málinu segir að vitað hafi verið af samningunum í langan tíma, en efni þeirra hafi alltaf verið leynilegt. Í samningunum er einnig lagt bann við því að hafa afskipti af róttækum stjórnarandstöðuhópum í Jemen eða styðja við Bræðralag múslima, sem stjórnvöld í Katar hafa ítrekað verið sökuð um að gera af nágrannaríkjunum. 

Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland gáfu Katar tólf daga frest til að verða við kröfum ríkjanna sem settar voru fram í þrettán liðum, þar á meðal að standa við umrædda samninga. 

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert