Öfgasamtök varna flóttamönnum inngöngu

Frá björgunaraðgerðum strandgæslu Líbíu fyrr í sumar þegar flóttamönnum var ...
Frá björgunaraðgerðum strandgæslu Líbíu fyrr í sumar þegar flóttamönnum var bjargað á hafi úti og fluttir aftur til Trípólí. AFP

Hópur öfgahægri-aðgerðarsinna hefur tekið bát á leigu sem mun sinna sjálfskipaðri landamæragæslu og koma í veg fyrir að flóttamenn komist til Evrópu. Frá þessu greinir AFP nú síðdegis.

Verkefnið „Verjum Evrópu“ er á vegum hópsins „Generation Identity“ og stofnfélagar hópsins eru flóttamannaandstæðingar frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. 76 þúsund evrur söfnuðust í gegnum hópfjármögnun sem þeir stóðu fyrir til að geta leigt bátinn, sem nemur um tíu milljónum króna.

AFP hefur eftir Clement Galant, skipuleggjanda verkefnisins, að markmið þess sé að „sýna hið raunverulega andlit mannúðarsamtaka, uppljóstra um samstarf þeirra við smyglara og banvænar afleiðingar gjörða þeirra á hafi“.

„Þegar bátar fullir af ólöglegum innflytjendum koma yfir hafið munum við kalla til strandgæslu Líbíu svo þeir geti komið og bjargað þeim,“ sagði Galant í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum. „Í millitíðinni munum við gæta öryggis þeirra.“

Innflytjendastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að hundrað þúsund manns hafi komið til Evrópu sjóleiðina það sem af er ári, flestir þeirra frá Afríku í gegnum Líbíu.

Skipið er nú á leið að Miðjarðarhafi eftir að hafa lagt af stað frá Djíbútí í síðustu viku. Það byrjar á að sækja aktívista frá samtökunum í höfninni í Catania á Sikiley áður en það heldur af stað í átt að ströndum Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...