Prófessor segir lögreglu skýla sér bak við umferðaröryggi

Tekist er á um hvort lögreglan eigi að taka ökuskírteini ...
Tekist er á um hvort lögreglan eigi að taka ökuskírteini af þeim sem hafi verið teknir tvisvar með kannabisefni og annast eftirlit sem ákvarðar hvort viðkomandi geti fengið ökuleyfi á ný. AFP

Sambærilegt embætti í Noregi við umboðsmann Alþingis, sivilombudsmannen eins og það heitir þar, hefur nú til athugunar 550 mál þar sem lögreglan hefur svipt einstaklinga ökuréttindum eftir að viðkomandi hefur verið tekinn með kannabisefni í annað skipti. Lagaprófessor telur framkvæmdina vafasama og segir raunverulegar ástæður lögreglu ekki snúast um umferðaröryggi.

Um og yfir 200 manns á ári í Ósló og nágrannabyggðarlögunum hafa hin síðustu ár mátt horfa á eftir ökuskírteininu eftir að hafa verið teknir með kannabisefni eða staðnir að neyslu þeirra í annað skipti þrátt fyrir að hafa ekki verið undir stýri þegar málin komu upp. Til að öðlast ökuréttindin aftur er krafist reglulegra þvagprufa yfir nokkurra mánaða tímabil sem allar þurfa að vera hreinar.

Hans Fredrik Marthinussen, prófessor í lögum við Háskólann í Bergen, telur þessa framkvæmd vafasama og segir að þetta vald þurfi að færa frá lögreglu til annarra aðila í stjórnsýslunni. „Það er mikill munur á manneskju sem er tekin með hass og viðurkennir að reykja það af og til og hins vegar manneskju sem er sokkin í alvarlega misnotkun fíkniefna,“ segir Marthinussen í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK um málið og vill enn fremur meina að lögreglan skýli sér á bak við umferðaröryggissjónarmið þegar hinn raunverulegi tilgangur hennar sé að fæla fólk frá því að nota hass.

Umdeildar reglur 34. greinarinnar

Kristin Kvigna, deildarstjóri hjá lögreglunni í Ósló, vísar til 34. greinar norsku umferðarlaganna, sem ekki hefur verið með öllu óumdeild í tíð núgildandi laga, en þar segir meðal annars að sé maður almennt ekki líklegur til að vera allsgáður (n. edruelig) eða ferill hans sé að öðru leyti slíkur að ekki teljist æskilegt að hann stjórni vélknúnu ökutæki geti lögregla gert ráðstafanir í samræmi við það. Auk þess vísar Kvigna til þess að rúmlega hundrað banaslys verði ár hvert í umferðinni í Noregi og í öllum umferðarslysum, banaslysum sem öðrum, sé vímuefnaneysla algengasti orsakavaldurinn. Hún segir þó lögreglu hafa breytt aðferðafræði sinni í kjölfar mikillar gagnrýni.

Umboðsmaður fellst ekki á frjálslega túlkun lögreglunnar á 34. greininni og hefur raunar fengið meðbyr í Hæstarétti hvað það varðar. Í úrskurði umboðsmanns frá 2014 segir: „Til að skilyrði fimmtu málsgreinar 34. greinar umferðarlaganna teljist uppfyllt þarf vímuefnanotkun að ná vissu umfangi og vera regluleg og algeng. Meira þarf til en neyslu annað slagið.“

Ýtir undir neyslu frekar en að fyrirbyggja

Prófessor Marthinussen telur, meðal annars með vísan til þeirrar gagnrýni sem felist í áliti umboðsmanns, að valdið til ökuleyfissviptinga í fíkniefnamálum þar sem viðkomandi hefur ekki verið tekinn í vímu undir stýri, ætti að flytjast frá lögreglunni til annarra stjórnvalda og nefnir þar Statens vegvesen sem er sambærilegt Samgöngustofu á Íslandi.
Hann segir fáa þeirra, sem misst hafi ökuréttindi vegna neyslu annars staðar en í umferðinni, skapa raunverulega hættu á vegum landsins. „Fólk sem er háð því að hafa bíl getur misst vinnuna, þar er jafnvel komið eitthvað sem getur ýtt undir neyslu vímuefna frekar en að fyrirbyggja hana.“

Jørgen Bramness, rannsakandi við Þjónustustofnun Noregs vegna vímuefnanotkunar og geðrænna vandamála (Nasjonal kompetansetjeneste for samtidig rusmisbruk og psykisk lidelse, ROP), tekur undir með prófessornum og bendir á að þeir sem nota kannabis ættu ekki að hljóta ólíka málsmeðferð þeim sem drekka áfengi. „Auðvitað er hættulegt að keyra í vímu en sú hætta er ekki fyrir hendi þegar víman er ekki til staðar,“ segir Bramness og spyr að lokum hvort þeir sem drekka áfengi oft ættu þá ekki að missa skírteinið rétt eins og þeir sem kannabisneysla sannast upp á.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd, 58cm, hæð, 99 cm, dýp...
Von og bjargir, Grensásvegi 14 bakhús
Von og bjargir, líknarfélag hefur um árabil rekið nytjamarkað og er staðsett á G...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...