Söguleg atkvæðagreiðsla á Möltu

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu.
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. AFP

„Þetta er söguleg atkvæðagreiðsla. Þetta sýnir hversu öflugt lýðræði okkar er og hversu langt samfélagið hefur náð. Við getum sagt núna að við erum öll jöfn,“ sagði Joseph Muscat forsætisráðherra Möltu eftir að lögleiðing hjóna­bands sam­kyn­hneigðra gekk í gildi á Möltu. BBC greinir frá. 

Aðeins einn af 67 þingmönnum á Möltu greiddi atkvæði gegn frumvarpinu sem varð að lögum. Fjölmargir fögnuðu niðurstöðunni og flykktust út á götur til að fagna. 

Tals­vert mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á malt­nesku sam­fé­lagi und­an­far­in ár þar sem kaþólsk trú er ríkj­andi. Til að mynda voru hjóna­skilnaðir lög­leidd­ir eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2011. Í fyrra varð Malta fyrst Evr­ópu­landa til að banna meðferðir sem eiga að „lækna“ sam­kyn­hneigð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert