Ötull baráttumaður réttlætis og frelsis

Liu Xiaobo, til vinstri, ásamt eiginkonu sinni Liu Xia.
Liu Xiaobo, til vinstri, ásamt eiginkonu sinni Liu Xia. AFP

Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn Liu Xiaobo er látinn, 61 árs að aldri. Hann var einn fremsti baráttumaður fyrir mannréttindum og lýðræði í Kína. Hann var að afplána ellefu ára fangelsisdóm þegar hann lést en dóminn hlaut hann fyrir „niðurrifsstarfsemi“. Liu lést af völdum lifrarkrabbameins.

Fregnir af andláti Lius vöktu sterk viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði á kínversk stjórnvöld að sleppa ekkju Lius úr stofufangelsi sem hún hefur verið í síðan 2010. Hún fylgdi honum þó á sjúkrahúsið áður en hann lést.

„Liu helgaði líf sitt umbótum á samfélagi sínu og mannkyni, og baráttunni fyrir réttlæti og frelsinu,“ sagði Tillerson í yfirlýsingu.

Frá afhendingu friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Þá varð Liu annar ...
Frá afhendingu friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Þá varð Liu annar í sögunni til að hljóta friðarverðlaunin bak við lás og slá. AFP

Berit Reiss-Andersen, formaður norsku nóbelsnefndarinnar, sagði kínversk stjórnvöld að miklu leyti ábyrg fyrir dauða Lius. „Það liggur þungt á okkur að Liu Xiaobo hafi ekki verið fluttur þangað sem hann hefði fengið viðeigandi læknismeðferð áður en hann varð alvarlega veikur,“ sagði hún í yfirlýsingu í dag. Þjóðhöfðingjar víða um heim sendu fjölskyldu hans samúðarkveðjur og minntust hans, sem og yfirmenn Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna.

Hver var Liu?

Liu spilaði stórt hlutverk í Tiananmen-nemendamótmælunum í júní 1989 sem enduðu með blóðbaði. Tugþúsundir mótmlæenda höfðu safnast saman á Torgi hins himneska friðar í Peking og kröfðust einföldustu mannréttinda. Óvíst er hversu margir létu lífið en talið er að þeir hafi ekki verið færri en nokkur þúsund manns. Fólk var þó ekki drepið á torginu sjálfu heldur fyrst og fremst við götuvirki á leiðinni að því.

Liu ásamt öðrum aðgerðarsinnum samdi um að hundruð mótmælenda fengju að yfirgefa svæðið örugglega og er sagt að Liu og hans teymi hafi bjargað lífi þeirra mótmælenda. Hann var á endanum dæmdur í vinnubúðir í norðausturhluta Kína til þriggja ára vegna þáttar síns í mótmælunum. Á meðan á dvöl hans þar stóð fékk hann leyfi til að giftast ljóðskáldinu Liu Xia, árið 1996.

Liu Xiaobo tveimur dögum áður en hann var fangelsaður.
Liu Xiaobo tveimur dögum áður en hann var fangelsaður. AFP

Eftir að honum var sleppt hélt hann baráttunni fyrir lýðræði áfram en hann hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að gerð stefnuyfirlýsingarinnar „Charter 08“ þar sem kallað var eftir því að bundinn yrði endi á að einn flokkur réði ríkjum í Kína og þess í stað tæki við stjórnkerfi þar sem kosið yrði á milli nokkurra flokka.

Árið 2010 voru Liu veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir „áralanga friðsæla baráttu fyrir grundvallarmannréttindum í Kína“ en honum var meinað að ferðast til Noregs til að veita verðlaununum móttöku. Varð hann þar með annar í sögunni til að hljóta verðlaunin bak við lás og slá, en hinn var þýski friðarsinninn Carl von Ossietzky sem hlaut verðlaunin árið 1935 þegar hann var í haldi nasista.

Hér fyrir neðan má sjá forvitnilegt myndband um friðarverðlaunahafann. 

mbl.is
Fjórir leikþættir
ti lsölu Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teikningum Dieter Roth, Gott ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
GRÍSKA
Viltu læra Grísku eða börnin þín? Ég er tvityngd(Íslensk og Grísk) og kenni í s...
KTM 390 Duke árg. 2018
Eigum á lager til afgreiðslu strax. Frábært 150 kg. hjól, 44 hp. 6 gíra. Létt og...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...