Flýja heimili sín vegna skógarelda

Þúsundir manna neyðast til þess að yfirgefa heimili sín í …
Þúsundir manna neyðast til þess að yfirgefa heimili sín í Kanada og víðar í Ameríku vegna mikilla skógarelda. Í Kaliforníu hefur slökkviliði tekist að ná stjórn á eldinum. AFP

Þúsundir manna hafa flúið heimili sín í Vestur-Kanada þar sem miklir vindar blésu krafti í skógarelda sem hafa geisað þar í yfir viku í fylk­inu Bresku-Kól­umb­íuUm 24 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á svæðinu vegna skógareldanna. Nú hafa um 60 prósent íbúa á svæðinu þurft að flýja. 

Navi Saini, talsmaður umdæmisins, greindi frá því að í dag væri alls 161 skógareldur á svæðinu. Þá yfirgáfu 17 þúsund manns heimili sín áður en yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna eldanna hinn 7. júlí síðastliðinn.

Í Kaliforníu hefur slökkviliðið náð árangri í baráttu sinni við 11 elda með hjálp flugvéla og þyrlna. Fólki hefur verið sagt að það geti farið aftur á heimili sín en engu að síður að gæta varúðar. Tekist hefur að slökkva 36 prósent eldanna sem hófust 8. júlí og hafa brennt nánast 2.000 mannvirki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert