Vikið úr knattspyrnusambandi Senegal

Hluti af vegg stúkunnar hrundi.
Hluti af vegg stúkunnar hrundi. AFP

Senegalska knattspyrnuliðinu US Ouakam hefur tímabundið verið vikið úr knattspyrnusambandi landsins eftir að stuðningsmenn liðsins hentu ýmsu lauslegu að stuðningsmönnum Stade de Mbour í leik á laugardagskvöldið. Átök brutust út í kjölfarið og átta manns létu lífið.

Vitni sögðu AFP-fréttastofunni að stuðningsmenn Oukam hefðu hent steinum og öðru lauslegu að stuðningsmönnum Stade de Mbour þegar síðarnefnda liðið náði forystu í framlengingu í bikarúrslitaleik.

„US Oukam hefur verið vikið úr knattspyrnusambandinu tímabundið,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Senegal vegna málsins. Frekari refsing gegn Oukam verður ákveðin síðar í vikunni.

Átök hóf­ust á milli stuðnings­manna liðanna og svaraði lög­regla með því að sprauta tára­gasi á mann­fjöld­ann. Hluti af stúkunni féll og þá myndaðist mik­il skelf­ing og reyndu ein­hverj­ir að klifra yfir vegg­inn sem féll. Aðrir hentu grjóti og öðrum lausa­mun­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert