Handtekinn fyrir að fróa sér

Kynferðisofbeldi og kynferðisleg áreitni er mjög útbreitt vandamál á Indlandi …
Kynferðisofbeldi og kynferðisleg áreitni er mjög útbreitt vandamál á Indlandi og síðustu misseri hefur því verið mótmælt af krafti. AFP

Bílstjóri á Indlandi var handtekinn í dag eftir að þýsk kona sakaði hann um að hafa fróað sér fyrir framan hana er hún var á gangi í almenningsgarði í Delí.

Atvikið átti sér stað í hástéttarhverfinu Haryana. Konan segir að maðurinn hafi girt niður um sig og fróað sér er hún gekk hjá með hundinn sinn í garðinum síðdegis á föstudag.

Konan er doktorsnemi við háskólann í Delí. Hún segist hafa elt manninn sem áreitti hana og tók svo myndir af bílnum hans áður en honum tókst að flýja af vettvangi.

Þannig tókst lögreglunni að hafa uppi á manninum. 

Maðurinn starfar sem bílstjóri. Hann hafði skutlað eiginkonu yfirmanns síns í verslunarmiðstöð skömmu áður en hann fór í almenningsgarðinn og áreitti konuna, að sögn lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert