Segir Rússa ábyrga fyrir Úkraínustríðinu

Frá úkraínsku borginni Donetsk. Kurt Volker, nýr sendifulltrú Bandaríkjanna í ...
Frá úkraínsku borginni Donetsk. Kurt Volker, nýr sendifulltrú Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu, sagði um heimsókn sína að hann hefði vilja sjá með eigin augum hvernig ástandið væri. AFP

Kurt Volker, nýr sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu, segir Rússa bera ábyrgð á stríðinu í austurhluta landsins, eftir að til átaka kom á ný milli hersveita Úkraínustjórnar og uppreisnarmanna.

Volker tók fyrr í þessum mánuði við hlutverki sínu sem sérstakur samningamaður Bandaríkjanna í Úkraínustríðinu.

Sagði Volker, í heimsókn sinni til hins stríðshrjáða Donetsk-héraðs, að taka þyrfti á málinu hið fyrsta „Mig langaði að koma hingað ... og sjá sjálfur hvernig ástandið er á átakasvæðinu,“ sagði hann.

„Það er mikið um þjáningu hérna, þessar deilur hafa kostað mörg mannslíf og það er enn ein ástæða þess hversu áríðandi það er að við tökum á málinu.“

Átök sem blossað hafa upp að nýju í austurhlutanum hafa kostað 11 úkraínska hermenn lífið undanfarna daga. Úkraínsk stjórnvöld og ráðamenn á Vesturlöndum segja uppreisnarmenn njóta stuðnings stjórnvalda í Moskvu og Volker tók í sama streng.

„Við skiljum hvernig deilan hófst og hvernig henni er stjórnað í dag og þess vegna er svo mikilvægt að bandarísk stjórnvöld taki meiri þátt í málinu,“ sagði Volker, sem áður var sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO.

Rússneskir ráðamenn hafna alfarið ásökunum um að þeir styðji uppreisnarmenn.

mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...