Nota börn til peningaþvættis

Börn eyða orðið miklum tíma á netnu. Að sögn Lundúnalögreglunnar ...
Börn eyða orðið miklum tíma á netnu. Að sögn Lundúnalögreglunnar er m.a. haft samband við börn á samfélagsmiðlum og þeim boðin greiðsla fyrir féflutningana. AFP

Lundúnalögreglan varar nú við því að glæpamenn beini sjónum sínum að börnum og noti þau til að koma illa fengnu fé í umferð.

Fjallað er um málið á vef breska dagblaðsins The Times, sem segir svindlið fela í sér að illa fengið fé sé flutt í gegnum bankareikninga barna til að fela það fyrir yfirvöldum.

Er lögregla sögð hafa skrifað foreldrum og varað þá við að haft sé samband við börn á samfélagsmiðlum og fyrir utan skólalóðina.

„Við vildum láta foreldra vita af þessu svo þeir geti rætt þetta við börn sín,“ sagði Gary Miles lögregluforingi. „Börn í dag eiga eru orðin sífellt yngri þegar þau eignast bankareikning og 13 ára börn í dag hafa aðgang að fjárhæðum sem þau höfðu ekki áður.“

Sú deild lögreglunnar sem rannsakar svikamál (CIFA) segir málfjölda þar sem reikningar barna eru misnotaðir hafa tvöfaldast frá því í fyrra. Það sem af er þessu ári hafi komið upp 4.222 mál, en allt árið í fyrra voru þau 2.143.

„Sum barnanna eru ekki nema 13 eða 14 ára gömul. Þau eru að bregðast við auglýsingum sem þau sjá á samfélagsmiðlum eða síðum þar sem myndböndum er deilt, þar sem peningagreiðsla er boðin í stað þess að fá að flytja peninga í gegnum bankareikning þeirra,“ sagði Sandra Peaston hjá CIFA í samtali við BBC.

„Þannig er þeirra freistað af fólki sem veifar seðlabúntum í átt að þeim.“

Hámarksrefsing fyrir að leyfa notkun á bankareikningi til að flytja fé er 14 ára fangelsisvist og getur haft áhrif á lánshæfi viðkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...