Hugðust sprengja vél í innanlandsflugi

Öryggisgæsla á flugvöllum hefur verið aukin til muna.
Öryggisgæsla á flugvöllum hefur verið aukin til muna. AFP

Yfirvöld í Ástralíu hafa komið í veg fyrir „vel útfærða“ hryðjuverkaárás, sem er sögð hafa miðað að því að tortíma farþegavél í innanlandsflugi með heimagerðum sprengjubúnaði. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær og hefur öryggisgæsla á öllum flugvöllum verið aukin til muna.

Frétt mbl.is: Ætluðu að láta flugvél hrapa

Frétt mbl.is: Umfangsmiklar aðgerðir í Ástralíu

Forsætisráðherrann Malcolm Turnbull sagði að svo virtist vera sem aðgerðin hefði verið mjög vel skipulögð og að ekki hefði verið um að ræða svokallaða „lone wolf“ árás, þ.e. árás eins manns.

Hann sagði hryðjuverkaógnina raunverulega; aðgerðir næturinnar hefðu skilað góðum árangri en enn væri verk að vinna.

Yfirvöld vildu ekki gefa upp hvort árásin hefði beinst að alþjóðlegu eða innanlandsflugi en Daily Telegraph í Sydney greindi frá því að skotmarkið hefði verið vél í innanlandsflugi.

Lögregla safnar sönnunargögnum fyrir utan heimili í Surry Hills, einu ...
Lögregla safnar sönnunargögnum fyrir utan heimili í Surry Hills, einu úthverfa Sydney. AFP

Alríkislögreglustjórinn Andrew Colvin sagði íslamska hugmyndafræði liggja að baki fyrirætlan árásarmannanna en þetta atriði þarfnaðist engu að síður frekari rannsókna.

Hann sagði upplýsingarnar um hina yfirvofandi árás hafa komið frá „vinastofnunum“ en vildi ekki útskýra ummæli sín nánar né greina frá því hvort mennirnir hefðu verið á einhverjum listum yfirvalda.

Colvin sagði umrædda einstaklinga hafa verið búsetta í Sydney og að lögregla hefði lagt hald á þó nokkra hluti í aðgerðum sínum sem lögreglu hefðu þótt áhugaverðir.

Hann sagðist þó lítið vita um útfærslu árásarinnar; hvar hún átti að eiga sér stað, á hvaða degi eða klukkan hvað.

Það var ABC sem greindi frá því að efni til sprengjugerðar hefðu fundist á einu heimilanna þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram og að yfirvöld teldu að markmiðið hefði verið að smygla sprengjunni um borð í flugvél til að sprengja hana í loft upp.

Öryggisgæsla á flugvöllum hefur verið aukin til muna og hafa farþegar í innanlandsflugi verið beðnir um að mæta út á völl a.m.k. tveimur tímum fyrir flug og farþegar í alþjóðlegu flugi þremur tímum fyrir flug. Þá hefur fólk verið beðið um að takmarka þann farangur sem það hefur með sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...