Ráða spæjara til að fylgjast með hótelgestum

Sumarleyfisgestir á eyjunni Majorka. Bretar hafa árum saman verið fjölmennasti ...
Sumarleyfisgestir á eyjunni Majorka. Bretar hafa árum saman verið fjölmennasti hópur ferðamanna á Spáni og þeir eru nú sá hópur sem lagt hefur fram hér um bil allar fölsku kærurnar. AFP

Hóteleigendur á Spáni grípa nú í sívaxandi mæli til þess ráðs að ráða einkaspæjara til að fylgjast með breskum ferðamönnum. Ástæðan eru falskar kærur ferðmanna sem fullyrða að þeir hafi fengið matareitrun í fríinu, en slíkar kröfur hafa þegar kostað spænska hóteleigendur milljónir evra.

Rúmlega 10.000 kvartanir vegna matareitrunar hafa borist spænskum hótelum á á ferðatímabilinu 2016-2017, miðað við 600 sambærilegar kvartanir á ferðatímabilinu 2015-2016 að því er AFP-fréttastofan hefur eftir Ramon Estalella, yfirmanni samtaka hóteleigenda á Spáni (CEHAT).

Samtökin áætla að 90% kæranna séu falskar, en flestar þeirra eru lagðar fram í gegnum lítil bótafyrirtæki sem heita viðskiptavinum sínum þúsundum punda bótagreiðslum.

Þurfa ekki að leggja fram sönnun fyrir veikindum

Bretar hafa árum saman verið fjölmennasti hópur ferðamanna á Spáni, þeir eru nú sá hópur sem lagt hefur fram hér um bil allar fölsku kærurnar.

Vandinn er tilkominn vegna þess að bresk neytendalöggjöf kveður ekki á um að kröfuhafar þurfi að leggja fram nokkra læknisfræðilega sönnun fyrir veikindum sínum, aukinheldur sem þeir geta lagt fram kæru sína í allt að þrjú ár eftir dvöl sína á hótelinu.

„Væri löggjöfin sú sama í Þýskalandi, Frakklandi eða á Spáni, þá er ég vissum að íbúar þeirra landa myndu gera það sama,“ sagði Estalella.

Hótelíbúðir í Los Cristianos á Tenerife. Hóteleigendur nota nú einkaspæjara ...
Hótelíbúðir í Los Cristianos á Tenerife. Hóteleigendur nota nú einkaspæjara í síauknum mæli til að fylgjast með breskum ferðamönnum. AFP

Auglýsa sérstaklega kröfur vegna Spánarfría

Hóteleigendur kvarta nú yfir því að bótafyrirtækin auglýsi sérstaklega kærur vegna Spánarfría og að þau heiti því að engrar greiðslu verði krafist, fáist bætur ekki greiddar.

Heildarvirði falskra krafna á ferðatímabilinu 2016-2017 er nú komin upp í rúmar 100 milljón evrur segir Estalella.

Í gegnum tíðina hafa hóteleigendur oft kosið að semja um kröfurnar af því að kostnaðurinn við að fara með málið fyrir breska dómstóla hefði reynst hærri. Með auknum fjölda krafna hafa þau hins vegar gripið til harðari aðgerða.

Funduðu fulltrúar þeirra með starfsmönnum breska sendiráðsins í maí á þessu ári, sem og breska utanríkisráðuneytinu til að kynna fyrir þeim að þeir sem leggi fram falskar kröfur á Spáni geti sætt ákæru.

Reikningur fyrir 100 gin og tónik drykki

Þannig handtók spænska lögreglan breskan mann sem var í fríi á Majorka í júní og tók annan til rannsóknar vegna gruns um að þeir hvettu ferðamenn til að leggja fram falskar kröfur. Þetta var gert eftir að lögregla fékk afhenta þykka möppu með rannsókn einkaspæjara sem hótelkeðju á Majorka hafði ráðið.

Í möppunni var að finna ljósmyndir og skjöl sem afsönnuðu kröfur tæplega 1.000 breskra ferðamanna, segir lögfræðingurinn Carolina Ruiz, sem fer með málið. Meðal gagnanna var m.a. að finna barkvittanir ferðamanns sem fullyrðir að matareitrun hafi eyðilagt sumarfrí hans. Gögnin sína að hann drakk yfir 100 gin og tónik drykki í fríinu. „Ef hann varð veikur, þá var það ekki vegna matareitrunar á hótelinu, heldur af öðrum ástæðum,“ segir Ruiz kaldhæðnislega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...