Átta ára kleif Kilimanjaro

Roxy Getter er aðeins átta ára en hefur nú klifið ...
Roxy Getter er aðeins átta ára en hefur nú klifið hæsta tind Afríku.

Hin átta ára gamla Roxy Getter frá Flórída hefur klifið hæsta fjall Afríku og er því yngsta stúlkan til að vinna slíkt afrek.

Fjallið Kilimanjaro er í Tansaníu og er 5.895 metra hátt.

Roxy litla var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Afríku nýverið og gekk fjölskyldan saman á tind Kilimanjaro.

„Fyrsti dagurinn var einn af þeim erfiðari, hann var næst erfiðastur,“ segir Roxy um fjallgönguna. „Maður varð að fara upp og niður og svo aftur upp og niður.“

Fjölskyldan tjaldaði á fjallinu og er þetta fyrsta tjaldútilega hennar. Áður en lagt var af stað til Afríku hafði fjölskyldan æft sig heima í Flórída með því að hlaupa upp og niður stiga.

Þegar hópurinn kom á tind Kilimanjaro var þar aðeins um 7 stiga hiti sem er mun lægra en Getter-fjölskyldan á að venjast heima í Flórída.

Móðir Roxyar segir að hún hafi verið mjög dugleg í fjallgöngunni. Hún hafi ekki kvartað. „Það voru börnin sem héldu okkur við efnið með sínu jákvæða hugarfari.“

Grein BBC um málið.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

PENNAR
...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...