Sumarævintýri Pútíns í máli og myndum

Rússlandsforseti veiddi þennan væna fisk í vatni í Síberíu.
Rússlandsforseti veiddi þennan væna fisk í vatni í Síberíu. AFP

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur ekkert á móti því að ímynd hans sem þróttmikilli hasarhetju sé haldið á lofti og birti rússneska ríkissjónvarpið myndir af honum í sumarleyfi í Síberíu í gærkvöldi.

Valdimír Pútín landar fiski í Síberíu.
Valdimír Pútín landar fiski í Síberíu. AFP

Þar sést Pútín við veiðar á flugu fremur fáklæddur og við stýri hraðbát. Það er ekkert nýtt að birtar séu myndir af Pútín í sumar- eða vetrarleyfi, hvort heldur sem hann er á hestbaki, við köfun í dýpsta batni heims, Baikal-vatni.

Slakað á í sólinni.
Slakað á í sólinni. AFP


Nýjustu myndirnar sem Kremlin hefur útvegað fjölmiðlum eru teknar í byrjun ágúst þar sem hann eyddi tveimur dögum á afskekktum slóðum Síberíu, Tuva.

AFP

Þar veiddi forsetinn fisk í fjallavatni, fór í flúðasiglingum á ám, sigldi hraðbátum, fór í fjallgöngu og á fjórhjól. Auk þess sem hann gaf sér tíma fyrir sólbað. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Sergeo Shoigu, varnarmálaráðherra.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Sergeo Shoigu, varnarmálaráðherra. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is