Kveiktu í til að fá bónusa

Sikiley.
Sikiley. AFP

Fimmtán ítalskir slökkviliðsmenn (varalið) hafa verið handteknir á Sikiley en þeir eru grunaðir um íkveikjur til þess að fá greidda bónusa í starfi, að sögn lögreglunnar á eyjunni.

Slökkviliðsmennirnir eru sakaðir um að hafa falsað tilkynningar um eldsvoða sem hluta af áætlun þeirra um að fá greiddar 10 evrur á klukkustund frá ítalska ríkinu á álagstímum en slökkviliðsmennirnir eru sjálfboðaliðar sem fá aðeins greitt þegar þeir eru kallaðir út.

Allir þeir sem voru handteknir starfa sem sjálfboðaliðar í Ragusa-héraði og eru þeir grunaðir um íkveikjur.

Það voru yfirmenn slökkviliðs Sikileyjar sem tilkynntu um óeðlilega mikið álag á sjálfboðaliðana og hófu rannsókn á störfum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert