„Samfélagið ætti að samþykkja okkur“

Fjöldi manns tók þátt í gleðigöngu í Nepal í dag …
Fjöldi manns tók þátt í gleðigöngu í Nepal í dag og barðist fyrir réttindum samkynhneigðra og minntist þeirra meðlima LGBTI samtakanna sem látist hafa á árinu. AFP

Fjöldi fólks tók þátt í gleðigöngu í Katmandú, höfuðborg Nepals, í dag og krafðist jafnréttis fyrir alla og vottaði meðlimum LGBTI samfélagsins sem látist hafa á árinu virðingu.

Gangan er sett á sama tíma og hindúahátíðin Gai Jatra, þar sem fólk flykkist út á götur til þess að minnast þeirra sem látist hafa síðastliðið ár. Samtök samkynhneigðra í Nepal hafa síðustu ár notað hátíðina til þess að vekja athygli á jafnréttindabaráttu sinni.

Um 1.500 manns tók þátt í göngunni í litríkum búningum og veifaði regnbogafánum.

AFP

Nepal er eitt þeirra Asíuríkja sem hefur hvað framsæknustu lög er varða réttindi samkynhneigðra og transfólks en aðgerðarsinnar segja að meðlimir samfélagsins verði enn fyrir mikilli mismunun og neyðist til þess að lifa í skugganum.

„Ríkisstjórnin viðurkennir okkur en ætti að gera meira. Fólk af þriðja kyni eins og við ætti að geta lifað sínu lífi opinberlega, samfélagið ætti að samþykkja okkur,“ segir Kirti Gurung, 21 árs transkona.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert