Bandaríkin beita refsiaðgerðum

Steve Mnuchin í Hvíta húsinu.
Steve Mnuchin í Hvíta húsinu. AFP

Bandaríkin hafa beitt átta stjórnmálamenn frá Venesúela refsiaðgerðum vegna aðildar þeirra að umdeildu stjórnlagaþingi sem er hliðhollt forsetanum Nicolas Maduro.

Einn þeirra sem er beittur refsiaðgerðum er bróðir Hugo Chavez, fyrrverandi forseta landsins.

„Maduro forseti stofnaði þetta ólögmæta stjórnlagaþing til að auka einræði sitt enn frekar og hann heldur áfram að herða tök sín á þjóðinni,“ sagði Steven Mnuchin,  fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

„Það að stjórnvöld í landinu hunsi vilja almennings í Venesúela er óásættanlegt og Bandaríkin munu standa með þeim í baráttunni gegn harðstjórn þangað til Venesúela verður friðsamt lýðveldi þar sem velmegun ríkir,“ sagði hann.

Nicolas Maduro, til vinstri.
Nicolas Maduro, til vinstri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert