Olían tryggir stuðning stórvelda

Ungur drengur í hópi mótmælenda í höfuðborginni Karakas.
Ungur drengur í hópi mótmælenda í höfuðborginni Karakas. AFP

Ríkisstjórn Nicolas Maduro í Venesúela verður sífellt einangraðri í alþjóðasamfélaginu en nýtur þó enn stuðnings valdamikilla ríkja á borð við Rússland og Kína. Slíkt gerir Sameinuðu þjóðunum erfiðara fyrir að beita stjórnina þrýstingi. 

Ástandið í Venesúela hefur versnað hratt á síðustu mánuðum, jafnt efnahagslega sem stjórnmálalega. Um 130 mótmælendur hafa verið drepnir og sífellt fleiri ríki hafa fordæmd stjórnunarhætti Maduros. Bandaríkin hafa sett viðskiptabönn á Venesúela og er þeim m.a. beint sérstaklega að forsetanum sjálfum. 

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ásakað stjórn Maduros um að beita óþarfa hörku gegn mótmælendum og ríki á borð við Brasilíu, Mexíkó, Argentínu og Kanada hafa gefið út sameiginlegar yfirlýsingar þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fordæmdar. Segja ríkin aðgerðirnar ráðast gegn lýðræði í landinu.

Styðja hugmyndafræðina

En engu að síður nýtur Maduro enn stuðnings víða um heim, bæði hvað varðar hugmyndafræði sína sem og efnahagslegar aðgerðir.

Stuðningur þessara bandamanna er í næstum öllum tilvikum tilkominn vegna þess að þeir eiga hagsmuna að gæta í Venesúela, segir Michael Shifter, sem fer fyrir bandarísku rannsóknarmiðstöðinni of Inter-American Dialogue. 

„Kínverjar vilja vernda aðgang sinn að olíuauðlindum Venesúela og smá ríki í Karabíska hafinu og Mið-Ameríku vilja komast hjá flækjum sem fylgja árekstrum.“

Venesúela nýtur því stuðnings bæði Kína og Rússlands en löndin eru bæði þekkt fyrir það að vera á móti alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og hafa ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í slíkum málum innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Eiga hagsmuna að gæta

Bæði þessi ríki hafa fjárfest mikið í olíugeiranum í Venesúela og þegar Bandaríkin bönnuð sölu og flutning á vopnum og hernaðartækni til Venesúela árið 2006 snéri ríkisstjórnin sér til Rússlands og Kína í þeim efnum. 

Ríkisstjórn Rússlands hefur gagnrýnt stjórnarandstöðina í Venesúela fyrir að trufla nýafstaðnar kosningar til stjórnlagaþings. Þinginu er ætlað að endurskrifa stjórnarskrá landsins en hefur um leið meira vald en þjóðþing þess. 

Stjórnlagaþingið kom saman í fyrsta sinn fyrir helgi. Því er …
Stjórnlagaþingið kom saman í fyrsta sinn fyrir helgi. Því er ætlað að endurskrifa stjórnarskrána. AFP

Stjórnarandstaðan heldur því fram að Maduro hafi handvalið sína stuðningsmenn til að eiga sæti í stjórnlagaþinginu og að raunverulegur tilgangur þess sé að koma á einræði forsetans. 

Stuðningur Kínverja er jafnvel mikilvægari þar sem þeir hafa fjárfest ríkulega í olíugeira Venesúela og veitt ríkisstjórninni lán í skiptum fyrir olíu og sérleyfa til námuvinnslu. Maduro er lykilmaðurinn í þeim samningum.

Tengslin við Íran að dofna

Þá nýtur ríkisstjórn Venesúela einnig stuðnings Írana sem hafa m.a. lýst yfir stuðningi við hið nýja stjórnlagaþing. Samskipti landanna hafa þó minnkað eftir að Hugo Chavez, fyrrverandi forseti, lést. 

Kúba,Bolivía og Níkaragva hafa einnig lýst yfir stuðningi viðMaduro og ríkisstjórn hans enda deila stjórnvöld í þessum löndum sömu hugmyndafræði þegar kemur að pólitík og eiga sameiginlegan óvin í Bandaríkjunum. Þessi lönd eiga líka erfitt með að snúa baki við Venesúela sem útvegaði þeim olíu þegar þau áttu í miklu basli efnahagslega séð. 

Tugir hafa fallið í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduros forseta.
Tugir hafa fallið í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduros forseta. AFP

 Evrópusambandið segir að hin 28 aðildarríki þess muni ekki viðurkenna stjórnlagaþing landsins og þær ákvarðanir sem það mun taka. Hins vegar hefur sambandið ekki gengið svo langt að setja viðskiptaþvinganir eða bönn á Venesúela. Tvö ríki sambandsins eru sögð hafa sett sig upp á móti slíkum aðgerðum; Portúgal og Grikkland. Því neita ríkisstjórnir landanna opinberlega. Um 500 þúsund Portúgalar búa í Venesúela og hefur utanríkisráðherra landsins sagt að Portúgal muni taka afstöðu til málefna Venesúela út frá hagsmunum þessa hóps. 

Afstaðan gæti breyst

Stærsti stjórnmálaflokkur Grikklands, Syriza, studdi áður fyrr ríkisstjórn Venesúela en hefur ekki gefið upp hver afstaða sín er til mála eins og þeim er háttað í dag. 

Stjórnmálaskýrendur telja að stuðningur eða andstaða við Maduro muni skýrast enn frekar á næstunni og fari eftir því hvernig málin þróast í Venesúela. 

„Það er allt eins líklegt að ef stjórnlagaþingið heldur áfram að valda ólgu og kreppu í landinu muni stjórn Maduros missa fleiri vini,“ segir Shifter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert