60 börn látin eftir að súrefnisbirgðir spítala klárðust

Ættingjar barns sem lést á spítalanum halda hér á því …
Ættingjar barns sem lést á spítalanum halda hér á því á milli sín. AFP

Að minnsta kosti 60 börn hafa látist á spítalanum Baba Raghav Das í Gorakhpur-héraði á Indlandi eftir að súrefnisbirgðir spítalans kláruðust. Óttast er að fleiri börn muni látast á næstu dögum.

Yfirvöld í héraðinu hafa fyrirskipað rannsókn á dauðsföllunum en vilja ekki meina að þau megi rekja til skorts á súrefnisbirgðum á spítalanum. „Við höfum fyrirskipað rannsókn og bráðabirgðaniðstöður ættu að liggja fyrir strax í dag,“ sagði Anil Kumar, lögreglustjóri í héraðinu, í samtali við AFP fréttastofuna. „Það er rétt að 60 sjúklingar hafa látist á spítalanum á síðustu fimm dögum, en við teljum ekki að það megi rekja til skorts á súrefnisbirgðum,“ sagði hann jafnframt.

Ættingjar hlúa að börnum á spítalanum.
Ættingjar hlúa að börnum á spítalanum. AFP

Fullyrt er í indverskum fjölmiðlum að súrefnisbirgðirnar hafi klárast og að ekki hafi verið hægt að gefa veikustu sjúklingunum súrefni vegna skuldar spítalans við birgja. Meira súrefni hafi ekki fengist afhent fyrr en skuldin væri gerð upp.

Yfirvöld viðurkenna þó að þrýstingur á súrefninu hafi lækkað en að von sé á frekari birgðum af fljótandi súrefni strax á morgun. Þá hafi allar skuldir verið gerðar upp. Yfirvöld vilja engu að síður meina að dauðsföllin geti stafað af náttúrulegum ástæðum vegna þess hve veikir sjúklingarnir voru.

Því hefur verið lýst í fjölmiðlum að algjör ringulreið hafi skapast á spítalanum í vikunni þegar þrýstingurinn á súrefninu fór að minnka og ættingjar barnanna hlupu um í allar áttir eftir aðstoð. Reynt var gefa einhverjum sjúklingum súrefni með því að dæla því handvirkt, en fljótlega var ljóst var að það dygði ekki til. Um 30 börn létust á fimmtudag og að minnsta kosti 30 til viðbótar í gær, föstudag.

Ættingi heldur á ungbarni sem lést.
Ættingi heldur á ungbarni sem lést. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert