„Bera vott um brjálæði og ofstæki“

Varnarmálaráðherra Venesúela, til vinstri, er ósáttur við ummæli Trumps.
Varnarmálaráðherra Venesúela, til vinstri, er ósáttur við ummæli Trumps. AFP

Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra Venesúela, hefur vísað ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um mögulega hernaðaríhlutun í landinu til föðurhúsanna. Hann segir þau „bera vott um brjálæði og ofstæki“.

„Það er ofstækisfull elíta sem stjórnar Bandaríkjunum og satt best að segja veit ég ekki hvað er að gerast og hvað mun gerast í veröldinni,“ sagði Padrino.

Samsett mynd af Trump og Maduro.
Samsett mynd af Trump og Maduro. AFP

„Sem hermaður, í samstarfi við FANB (her Venesúela) og almenningi í landinu er ég viss um að verðum öll fremst í flokki við að verja hagsmuni og fullveldi okkar heittelskuðu þjóðar," bætti hann við. 

Þrír dagar eru liðnir síðan bandarísk stjórnvöld beittu viðskiptaþvingunum gegn Venesúela vegna stjórnlagaþings sem var sett á fót í síðustu viku sem Hvíta húsið telur að muni auka einræðistilburði forseta Venesúela, Nicolas Maduro.

Stjórnvöld í Venesúela brugðust við því með því að segja að Bandaríkin væru að „gera sig að fífli fyrir framan allan heiminn“.

Maduro seg­ir stjórn­lagaþingið nauðsyn­legt til að stuðla að friði í land­inu eft­ir nokk­urra mánaða óró­leika.

Nicolas Maduro, í miðjunni, ásamt Padrino, til hægri.
Nicolas Maduro, í miðjunni, ásamt Padrino, til hægri. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

LAZY - BOY
Til sölu ekta gamall LAZY boy stóll frá hernum. Vel með farinn, eins og nýr. ...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
 
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...