Minnst 15 látnir eftir mikla sprengingu

Vettvangur sprengingarinnar í kvöld.
Vettvangur sprengingarinnar í kvöld. AFP

Mikil sprenging, sem átti sér stað í Balókistan-héraðinu í Pakistan í kvöld, varð að minnsta kosti 15 manns að bana. Þá eru 32 særðir eftir sprenginguna, en hún varð við biðstöð strætisvagna í borginni Quetta.

Í yfirlýsingu frá pakistanska hernum segir að sprengingin hafi beinst gegn bifreið hersins. Þá hafi nokkrar bifreiðir til viðbótar orðið eldi að bráð í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert