Ríkisstjóri Virginíu: „Farið heim“

McAuliffe á blaðamannafundi í gærkvöldi.
McAuliffe á blaðamannafundi í gærkvöldi. AFP

„Ég er með skilaboð til allra hvítu þjóðernissinnanna og nasistanna sem komu til Charlottesville í dag. Skilaboð okkar eru skýr: Farið heim. Ykkar er ekki óskað í þessu merka ríki. Skammist ykkar. Þið þykist vera föðurlandsvinir, en þið eruð allt nema föðurlandsvinir.“

Þetta sagði ríkisstjóri Virginíu, Terry McAuliffe, á blaðamannafundi í gær eftir að ljóst varð að að minnsta kosti einn hafði látist vegna átaka sem brutust út í borginni.

„Þið komuð hingað til að meiða fólk. Og þið gerðuð það. En skilaboð mín eru skýr: Við erum sterkari en þið,“ sagði hann svo, samkvæmt umfjöllun BBC.

Ríkisstjórinn, sem er demókrati, sagðist hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta og hvatt hann til að hefja hreyfingu sem komið gæti fólki saman. Þá þakkaði hann lögreglu sem hann sagði hafa komið í veg fyrir „mun verri dag“ og lofaði um leið þá sem hlúðu að hinum særðu.

Ofbeldið í Charlottesville, sem er allajafna frjálslyndur háskólabær, þykir bera skýran vott um vaxandi sundrungu innan Bandaríkjanna, sem stigmagnaðist eftir forsetakjör Trumps seint á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal
Til sölui stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal,, uppl. í síma 772-2990 eða á netf...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 2/4, 30/4, 2...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...