Lögreglan: Við leitum að líki

Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, …
Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, sænskur blaðamaður.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan hefur sent dönskum fjölmiðlum.

Lögreglan segist ekki vilja upplýsa nákvæmlega um gang rannsóknarinnar. „En við teljum að við séum að leita að látinni manneskju á svæðinu í kringum Køge-flóa, bæði Svíþjóðar- og Danmerkurmegin,“ segir Jens Møller Jensen lögreglustjóri í yfirlýsingu sem sjá má í myndskeiði hér að neðan.

Fyrir viku síðan steig Kim Wall um borð í kafbát sem lá við bryggju í Kaupmannahöfn. Hún ætlaði að skrifa grein um smið hans og eiganda, Peter Madsen. Nokkrum klukkustundum síðar var hún horfin. Enn hefur ekkert til hennar spurst en mikil leit stendur yfir á hafsvæðinu undan ströndum Danmerkur.

Madsen er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp af gáleysi.

Atburðarásin frá A-Ö

Kafbáturinn Nautilus er einn af stærstu heimasmíðuðu kafbátum heims. Madsen hannaði hann sjálfur og smíðaði í félagi við aðra áhugamenn um kafbátasmíðar.

Á fimmtudag sigldi Madsen Nautilus út úr höfninni við Refsale-eyju. Um borð var einnig Kim Isobel Wall, þrítug sænsk blaðakona, sem býr í Kaupmannahöfn en hafði í hyggju að flytja til Peking ásamt kærasta sínum í þessum mánuði. Til stóð að báturinn myndi snúa aftur til hafnar þetta sama kvöld.

Báturinn lagði frá bryggju um klukkan 19 að staðartíma. Sjófarendur á Eyrarsundi sáu hann þar á siglingu allt til klukkan 20.30. Meðal þeirra sem komu auga á hann var hópur danskra ungmenna sem var í veislu um borð í fiskiskipi á sundinu. Ungmennin segja aðWall ogMadsen hafi staðið í turnlúgu bátsins og vinkað þeim glaðlega. 

Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í …
Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í Nautilus rétt eftir að þau lögðu úr höfn á fimmtudagskvöldið. AFP

Klukkan 2.30 aðfararnótt föstudags tilkynnti kærasti Wall um hvarf hennar. Um tveim­ur tím­um síðar lenti kaf­bát­ur­innNautilus næst­um því í árekstri við flutn­inga­skip á Eyr­ar­sundi, nærri eyj­unni Salt­holm. Hef­ur Aft­on­bla­det eft­ir vitni um borð í skip­inu að kaf­bát­ur­inn hafi verið ljós­laus. Vitnið seg­ir að slíkt sé óvenju­legt á Eyr­ar­sundi, þar sem um­ferð er jafn­an mik­il.

Snemma að morgni föstu­dags­ins hefst leit­in að Nau­tilus og herðist enn frek­ar eft­ir því sem líður á dag­inn.

Um klukkan 10.30 sést til kaf­báts­ins sést við Drog­d­en-vita í Køge-flóa, suðaustur af Kaupamannahöfn. Danski her­inn nær sam­bandi við Peter Madsen, sem í gegn­um slæmt fjar­skipta­sam­band seg­ir að ástæðu löngu sigl­ing­ar­inn­ar og sam­bands­leys­is megi rekja til „tækni­legra örðug­leika“.

Hann sagðist ætla að reyna að sigla bátn­um til hafn­ar. Fyrstu skila­boð hans gefa þá til kynna að þau bæði séu um borð í bátn­um.

Madsen sigldi hins vegar bátnum ekki til hafnar heldur kallar eftir aðstoð vélbáts á flóanum og fer um borð í hann. Aðeins stuttu síðar sekk­ur Nau­tilus til botns á um sjö metra dýpi. Sjálf­ur sigl­ir Madsen til Dragør-hafn­ar þar sem lögreglan tók á móti honum.

Fyrstu skýringar Madsen á hvarfi Wall voru á þann veg að hann hefði komið henni í land á svipuðum slóðum og hann sigldi með hana úr höfn um kl. 22.30 að kvöldi fimmtudagsins. Hann breytti síðar þeim framburði sínum eftir að lögreglan hafði farið rækilega yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Lögreglan hefur enn ekki upplýst hvaða skýringar Madsen gefur nú, aðeins að þær séu „aðrar en áður“.

Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af …
Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af Kaupmannahöfn. Skjáskot/Google Maps

Síðdegis á föstudag lýsti sænska lögreglan eftir Wall. Madsen var þá í yfirheyrslum hjá lögreglunni var þá þegar ákærður fyrir manndráp af gáleysi að því er fram hefur komið í dönskum fjölmiðlum. Hann neitaði staðfastlega sök. 

Síðdegis á laugardag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september, grunaður um manndráp.

Þann dag var kafbáturinnNautilus hífður af hafsbotni og færður til hafnar til rannsóknar. Ekkert lík fannst í bátnum en rannsókn á honum stendur enn yfir.

Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af …
Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af hafsbotni. AFP

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá hvarfi Wall á því hafsvæði þar sem kafbáturinn sást síðast. Lögreglan hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá almenningi en eyða er enn í upplýsingum hennar um ferðir bátsins frá því á fimmtudagskvöld og þar til á föstudagsmorgun. Í dag hefur lögreglan beðið sjófarendur að hafa auga með fljótandi hlutum á Køge-flóa.

Madsen er enn í haldi en ákvað fyrr í vikunni að áfrýja ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó enn sök.

 Yfirlýsing lögreglustjórans í Kaupamannahöfn um hvarfið á Wall:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert