Höfðu skipulagt frekari hryðjuverk

Dagblöð í Bretlandi fjalla ítarlega um hryðjuverkaárásina.
Dagblöð í Bretlandi fjalla ítarlega um hryðjuverkaárásina. AFP

Árásarmennirnir sem stóðu að hryðjuverkunum á Römblunni í Barcelona í gær og í borginni Cambrils höfðu skipulagt enn stærri hryðjuverkaárás, að sögn katalónsku lögreglunnar. BBC greinir frá. 

Mennirnir í árásunum tveimur tengjast spreng­ingu sem varð í húsi í bæn­um Alcan­ar á miðviku­dags­kvöld en svo virðist sem þeir hafi verið að út­búa sprengj­ur. Einn lést. Sprengingin varð til þess að árásarmennirnir þurftu að nýta sér aðrar leiðir til hryðjuverka og því hafi bíllinn orðið fyrir valinu. Katalónska lögreglan greindi frá þessu.

Spænska lög­regl­an kom seint í gær­kvöldi í veg fyr­ir aðra hryðju­verka­árás í bæn­um Cambrils, um 100 km suður af Barcelona. Þar voru fimm meint­ir hryðju­verka­menn skotn­ir til bana, en þeir voru í sendi­ferðabíl sem ók á gang­andi veg­far­end­ur í bæn­um með þeim af­leiðing­um að einn lést og sjö særðust. 

Hinn 17 ára gamli Moussa Ouka­b­ir, sem tal­inn er hafa verið ökumaður sendi­ferðabíls­ins sem ekið var á hóp fólks á Römblunni í Barcelona í gær, gæti verið einn þeirra fimm sem lög­reglu­menn skutu til bana í bæn­um Cambrils

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert