Valdameiri utan Hvíta hússins?

Steve Bannon.
Steve Bannon. AFP

Margir telja að Steve Bannon, sem hætti sem einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir helgi, verði enn valdameiri utan Hvíta hússins en hann var innan þess. Bannon sneri sama dag og hann lét af störfum fyrir forsetann aftur til starfa hjá fréttamiðlinum Breitbarts sem hann stýrði áður en hann hóf að vinna í Hvíta húsinu.

Bannon sagði sjálfur þegar hann lét af störfum að nú væri hann aftur kominn í sitt rétta umhverfi og með vopnin sín. Hann átti stóran þátt í að móta þær áherslur sem Trump notaði í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári. Þar á meðal mikilvægi þess að vernda bandarískt efnahagslíf og draga úr straumi innflytjenda.

Hins vegar var Bannon upp á kant við þá sem hafa verið hófsamari í innsta hring Trumps, einkum í fjölskyldu forsetans, sem nú hafa náð yfirhöndinni í samstarfi við herforingja sem hafa verið ráðnir í áhrifamikil embætti til þess að koma stjórn á stöðu mála. Líkt og John Kelly sem fyrr á þessu ári tók við sem starfsmannastjóri Hvíta hússin.

Bannon er sagður hafa í hyggjur að setja á fót sjórnvarpsstöð ekki síst í þeim tilgangi að koma höggi á andstæðinga sína í innsta hring forsetans. Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að þar á meðal séu forsetadóttirin Ivanka Trump, eiginmaður hennar Jared Kushner og aðrir sem Bannon skilgreini sem Demókrata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
 
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...