Skotinn til bana af lögreglunni

Lögreglu- og sjúkrabílar þar sem maðurinn var skotinn til bana …
Lögreglu- og sjúkrabílar þar sem maðurinn var skotinn til bana í dag. AFP

Lögreglan í Katalóníu hefur skotið til bana mann sem hugsanlega er Younes Abouyaaqoub sem er talinn hafa ekið sendiferðabíl á gangandi vegfarendur í Barcelona í síðustu viku.

„Þeir hafa skotið til bana grunaðan mann sem gæti hafa framkvæmt árásina,“ sagði heimildarmaður AFP.

Þrettán manns fórust og fjöldi særðist í árásinni í Barcelona. 

Lögreglan hefur ekki staðfest að Abouyaaqoub sé sá sem hafi verið skotinn.

Younes Abouyaaqoub.
Younes Abouyaaqoub. AFP

Spænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið með sprengjubelti á sér þegar hann var handtekinn, að því er The Telegraph greindi frá. 

Abouyaaqoub hefur verið eftirlýstur af lögreglunni eftir hryðjuverkaárásina. 

Talið er að lögreglan hafi skotið manninn á vegi í Subirats, vestur af Barcelona, að því er BBC greindi frá.

Fyrr í dag óskaði lögreglan eftir upplýsingum um hinn 22 ára Abouyaaqoub, sem talinn er vera sá síðasti í tólf manna hópi sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásina í síðustu viku.

Fimm þeirra hafa verið skotnir til bana, fjórir hafa verið handteknir og tveir eru hugsanlega látnir eftir eldsvoða.  



Josep Lluis Trapero, yfirmaður lögreglunnar í Katalóníu, á blaðamannafundi fyrr …
Josep Lluis Trapero, yfirmaður lögreglunnar í Katalóníu, á blaðamannafundi fyrr í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert