10 ára dómur fyrir falskar nauðgunarkærur

Jemma Beale sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér ...
Jemma Beale sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér og sex aðra um að hafa misþyrmt sér kynferðislega. Ljósmynd/Lundúna lögreglan

Kona nokkur í Bretlandi sem sakaði 15 menn ranglega um að hafa misþyrmt sér kynferðislega var í dag dæmd í 10 ára fangelsi fyrir ásakanirnar. Konan, Jemma Beale, sakaði níu menn um að hafa nauðgað sér og sex aðra um að hafa misþyrmt sér kynferðislega.

Beale lagði fram fjórar kærur á  þriggja ára tímabili. Allir mennirnir 15 voru henni ókunnugir, að sögn fréttavefjar BBC, en ein ákæran leiddi til þess að maður var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar.

Úrskurðaði dómstóllinn Beale seka um meinsæri og fyrir að hindra framgang réttvísinnar og dæmdi hana seka til 10 ára fangelsisvistar.

„Þessi réttarhöld hafa leitt í ljós, hafi það ekki verið augljóst fyrir, að þú er mjög svo sannfærandi lygari og að þú nýtur þess að litið sé á þig sem fórnarlamb,“ sagði dómarinn Nicholas Loraine-Smith.

„Þessi brot byrjuðu venjulega sem ölvunartilraun til að öðlast samúð maka, eða til að vekja afbrýðisemi hjá henni,“ bætti hann við. „Allar byrjuðu þær á hvatvísan hátt, en það sem er einstaklega óhugnanlegt er hversu staðföst þú varst í ásökunum sem þú vissir að væru rangar.“

Saksóknarinn Madeleine Wolfe sagði réttinum að lögregla hefði eytt  6.400 stundum í að rannsaka lygar Beale og að kostnaðurinn við rannsóknina hlypi á hundruð þúsunda punda.

„Mál eins og þetta fela í sér raunverulega hættu á að kona sem hefur verið misnotuð kynferðislega kæri það ekki til lögreglu af ótta við að henni verði ekki trúað,“ sagði Wolfe.

„Falskar ásakanir eru líklegar til að hafa þau öfugsnúnu áhrif að auka líkurnar á að sekir menn gangi lausir.

Mahad Cassim, sem dæmdur var til 7 ára fangelsisvistar vegna nauðgunarkæru Beale sagði réttinum að kæran hefði haft mikil áhrif á líf sitt.

Þá fullyrti Beale að Noam Shahzad hefði þuklað á sér á pöbb í júlí 2012. Hann og fleiri hefðu síðan nauðgað sér og olli hún sjálfri sér meiðslum með gaddavír til að styðja ásökun sína.

Árið eftir lagði hún fram sambærilegar kærur á hendur sex öðrum mönnum. Tvo þeirra sagði hún hafa áreitt sig kynferðislega og að hún hefði verið fórnarlamb hópnauðgunar fjögurra manna tveimur mánuðum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Vordagar
...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...