Tveir í haldi í Hollandi

Sendibíllinn rannsakaður í gærkvöldi.
Sendibíllinn rannsakaður í gærkvöldi. AFP

Hollenska lögreglan hefur handtekið 22 ára gamlan mann í tengslum við rannsókn á fyrirhuguðu hryðjuverki í Rotterdam í gærkvöldi.

Lögreglan aflýsti tónleikum í borginni eftir að hafa fengið ábendingu um mögulega árás frá starfsbræðrum sínum á Spáni. Maðurinn var handtekinn í Brabant í nótt, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Bílstjóri sendibíls, sem var handtekinn í Rotterdam í gær með fullan bíl af gaskútum, er enn í haldi lögreglu. 

Lögreglan með gæslu skammt frá Maassilo.
Lögreglan með gæslu skammt frá Maassilo. AFP

Tónleikar bandarísku hljómsveitarinnar Allah-Las áttu að fara fram í Maassilo-klúbbnum í Rotterdam en nokkru áður lét lögreglan aflýsa þeim vegna hryðjuverkaógnar. 

Um svipað leyti var spænskur bílstjóri handtekinn í borginni í tengslum við málið. Að sögn lögreglu var hann handtekinn vegna ölvunar.

Í viðtali við Guardian í fyrra greindu félagar í Allah-Las frá því að þeir fengju oft hótunarbréf frá múslimum sem væru ósáttir við að þeir notuðu orðið Allah - sem þýðir Guð á arabísku - sem heiti hljómsveitarinnar. Þeir segja nafnið hins vegar þannig tilkomið að þá hafi langað í trúarskírskotun vegna áhrifa frá tónlist hljómsveitarinnar Jesus and Mary Chain.

 

 

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...