Tveir slösuðust í sprengingu í Kiev

Frá hátíðarhöldum í Kiev í dag.
Frá hátíðarhöldum í Kiev í dag. AFP

Tveir slösuðust þegar sprenging varð í miðbæ Kiev í Úkraínu þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag landsins. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hvað olli sprengingunni.

„Klukkan 14.06 að staðartíma fengum við upplýsingar um sprengingu,“ kom fram í yfirlýsingu lögreglu vegna málsins. Atvikið gerðist sama dag og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, sótti borgina heim.

Sprengjusérfræðingar og rannsakendur vinna á vettvangi en svæðið var girt af og hinir særðu fluttir á sjúkrahús. Talsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar SBU sagði AFP-fréttastofunni að við fyrstu sín liti út fyrir að sprengingin væru óspektir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert