Kjósa dauðann frekar en að vera kyrr

Fleiri flóttamenn deyja í ár en fyrri ár og þeirra ...
Fleiri flóttamenn deyja í ár en fyrri ár og þeirra sem komast á leiðarenda bíður mikil óvissa. Samt kjósa þeir það fram yfir að vera áfram í sínu landi. AFP

Þeim flóttamönnum og hælisleitendum sem leggja líf sitt í hættu með því að fara sjóleiðina frá Marokkó til Spánar fer fjölgandi og var síðasta vika var sérlega annasöm. Fleiri flóttamenn deyja í ár en fyrri ár og þeirra sem komast á leiðarenda bíður mikil óvissa. Samt kýs fólk að leggja í óvissuna frekar en að vera áfram heima.

Spænska sjóbjörgunarsveitin, Salvamento Maritímom, í samstarfi við Rauða krossinn á Spáni bjargaði nærri 600 manns við stendur Tarifa á suðurströnd Spánar á miðvikudag og kom fólkið með a.m.k. 15 mismunandi sjóförum. Ekki hefur meiri fjöldi komið þar að landi einum degi frá því í ágúst 2014, þegar 1.300 manns lentu á spænsku ströndinni á einum sólarhring.

Nærri 600 manns úr að minnsta kosti 15 mismunandi sjóförum ...
Nærri 600 manns úr að minnsta kosti 15 mismunandi sjóförum var bjargað við strendur Tarifa á suðurströnd Spánar á miðvikudag. AFP

Fleiri dauðsföll en nokkru sinni fyrr 

Flestir freista þess að fara leiðina á árabátum, en aðrir ferðast á sæþotum, gúmmíbátum og óöruggum fiskibátum. Fleiri flóttamenn sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu hafa dáið í ár, en í fyrra samkvæmt tölum Frontex, landamæraeftirlits Evrópusambandsins. Flestir þeirra sem leggja í ferðina vita þó hver áhættan er.

„Við kjósum frekar að deyja en að dvelja áfram hér. Maður deyr bara einu sinni og við kjósum að hætta lífi okkar frekar en að dvelja hér áfram,“ sagði Abdou, 29 ára gamall flóttamaður frá Marokkó í viðtali við The Guardian. Honum var bjargað í síðustu viku ásamt sjö öðrum af gúmmíbát sem þeir keyptu fyrir 4.000 evrur. Gúmmíbátur er ódýrari kostur en aðstoð smyglara, sem aukinheldur þarf að greiða háar fjárhæðir fyrir.

11.849 flóttamenn hafa komið sjóleiðina til Spánar frá 1. janúar ...
11.849 flóttamenn hafa komið sjóleiðina til Spánar frá 1. janúar og þangað til um miðjan ágúst. AFP

Hvað verður um alla þessa flóttamenn?

Í tölum Frontex kemur fram að 11.849 flóttamenn hafi komið sjóleiðina til Spánar frá 1. janúar og þar til um miðjan ágúst. Þrátt fyrir að tölurnar fölni í samanburði við þá 97.376 manns sem komið hafa til Ítalíu á þessu ári er mikill þrýstingur á spænsk yfirvöld að vinna að taka á málinu.

Það getur tekið allt frá sex mánuðum upp í tvö ár fyrir einstakling sem sækir um hæli á Spáni að fá niðurstöðu í máli sínu og því fleiri sem koma, því lengri má búast við að biðtíminn verði.

Það getur tekið allt frá sex mánuðum upp í tvö ...
Það getur tekið allt frá sex mánuðum upp í tvö ár fyrir einstakling sem sækir um hæli að fá niðurstöðu í máli sínu og því fleiri sem koma má búast við að tíminn lengist enn frekar. AFP

Fjöldi flóttamanna sem koma á land við strendur Spánar eru fluttir til nærliggjandi borgar, Algeciras, þar sem Rauði krossinn, ásamt fleiri aðilum, sér þeim fyrir mat og húsnæði. 

Abdou er einn þeirra. Hann segir að ferðalagið yfir sundið hafi hrætt sig en að hann hafi verið ákveðinn í að fara. „Það mikilvægasta er að ég er farinn frá Marokkó, ekkert annað skiptir máli,“ sagði hann.

Ófullnægjandi fyrirkomulag um aðstoð til flóttamanna

Þá hafa áhyggjur aukist af að vígamenn notfæri sér straum hælisleitenda til Evrópu í kjölfar hryðjuverkaárása í Nice, Brussel og nú síðast í Barcelona á Spáni.

Rosa Otero, starfsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sagði að neyðarástand ríki ekki enn í landinu en að yfirvöld ættu í erfiðleikum með að takast á við fjöldann.

„Miðað við núverandi fjölda […] er ekkert fyrirkomulag fullnægjandi,“ segir hún. Bregðast þurfi við til að takast á við fleiri komur auk þess að sem erfitt sé að veita alþjóðlega vernd og aðra nauðsynlega vernd með skömmum fyrirvara, en enda sé flóttafólk, og þá sérstaklega börn, berskjaldað gegn mansali við þessar aðstæður.

Spánn hefur ekki enn lýst yfir neyðarástandi en ef fjöldinn ...
Spánn hefur ekki enn lýst yfir neyðarástandi en ef fjöldinn heldur áfram að aukast mun landið eiga í verulegum vandræðum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...