Leita leyniklefa í kafbátnum

AFP

Tæknideild dönsku lögreglunnar grandskoðar nú kafbátinn UC3 Nautilus í tengslum við dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Leitar lögreglan leyniklefa um borð. Búnaður sem notaður er við leitina kemur frá dönsku skattstofunni, að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan segist ekki geta útilokað að slíkur leyniklefi sé um borð í kafbátnum. Ástæðan fyrir leitinni séu vísbendingar víða að um að mögulegt sé að koma fyrir slíkum leyniklefum um borð í kafbátum.

Slíkir skannar eru yfirleitt notaðir af tolla- og skattayfirvöldum við rannsókn á hvort smyglvarningur sé í gámum.

Í tilkynningunni kemur fram að verið sé að leita að sönnunargögnum sem og mögulegum vopnum. Eins til þess að útiloka að slíkar leynigeymslur sé að finna um borð.

Enn er líkamsleifa Wall leitað og taka sænskir leitarhundar, sem eru þjálfaðir í að leita í vatni, þátt. Leit úr lofti hefur ekki skilað árangri.

Madsen, sem er 46 ára, hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 12. ág­úst vegna gruns um að bera ábyrgð á dauða Wall en hún fór með hon­um í sigl­ingu á kaf­bát hans 10. ág­úst. Madsen greindi frá því við vitna­leiðslu fyr­ir dóm­ara að Wall hefði lát­ist af slys­för­um um borð í kaf­bátn­um og að hann hafi hent lík­inu fyr­ir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa.

Þeir sem ann­ast rann­sókn máls­ins segja að lík Wall hafi verið aflimað af ráðnum hug og eins hafi málmstykki verið komið fyr­ir á lík­inu til þess að tryggja að það sykki. Blóð úr Wall fannst um borð í kaf­bátn­um. 

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert