Fundu sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni

Blátt tjald hylur sprengjuna sem Bretar vörpuðu yfir Frankfurt í …
Blátt tjald hylur sprengjuna sem Bretar vörpuðu yfir Frankfurt í seinni heimsstyrjöldinni. AFP

Um 70 þúsund íbúar í borginni Frankfurt í Þýskalandi þurfa að yfirgefa heimili sín um helgina. Ástæðan er sú að stór óvirk sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem kallast „blockbuster“ fannst á þriðjudaginn við byggingaframkvæmdir við Goethe-háskólann í Frankfurt. 

Aldrei hefur þurft að rýma jafnstórt svæði í þessum tilgangi frá seinni heimsstyrjöldinni, að sögn þýsku lögreglunnar. Engin hætta er jafnframt sögð stafa af sprengjunni.  

Sprengjan verður gerð óvirk á sunnudaginn næsta. Hún er sögð vera mjög öflug og á að geta sprengt heilu göturnar og byggingarnar í loft upp. Bretar vörpuðu sprengjunni úr lofti í seinni heimsstyrjöldinni.  

Þrátt fyrir að 70 ár eru liðin frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk finnast enn reglulega sprengjur úr stríðinu víðs vegar í Þýskalandi. Í desember síðastliðnum þurftu um 54 þúsund manns að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Augsburg og í maí þurftu 50 þúsund íbúar að gera slíkt hið sama í borginni Hanover í Þýskalandi. 

mbl.is