Norskur ráðherra veldur usla í Svíþjóð

Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi.
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi. Wikipedia/Kjetil Ree

Tekist er á um ákvörðun ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð að vilja ekki taka á móti starfssystur sinni frá Noregi. Ástæðan er sú að norski ráðherrann, Sylvi Listhaug, lítur á Svíþjóðarheimsóknina sem hluta af kosningabaráttu sinni í Noregi. Norðmenn kjósa sér nýtt þing 11. september.

Listhaug er þingmaður Framfaraflokksins, samstarfsflokks Hægri flokksins í núverandi ríkisstjórn.

Listhaug kom til Svíþjóðar í gær og segir hún að tilgangur heimsóknarinnar sé að kynna sér hvernig staðið er að aðlögun innflytjenda í nágrannaríkinu. Meðal annars heimsækir hún ríkislögreglustjóra Svíþjóðar, Dan Eliasson, og úthverfi Stokkhólms, Rinkeby. Á síðustu stundu var henni tjáð að hætt hafi verið við fund hennar og Heléne Fritzon, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð.

Fritzon segir í samtali við Verdens Gang (VG) að undanfarna daga hafi það orðið ljóst að heimsóknin sé liður í kosningabaráttu Listhaug og að ráðherrann hafi ætlað sér að dreifa rangfærslum um Svíþjóð. Til að mynda hafi hún haldið því fram í viðtali við VG að í Svíþjóð séu 60 svæði sem ekki sé óhætt að fara inn á (no-go-svæði). Þetta sé tómur þvættingur í ráherranum. „Ég mun með ánægju eiga fund með norskum starfssystkinum eftir kosningar en ég vil ekki verða þátttakandi í kosningabaráttunni,“ segir Fritzon.

Í viðtalinu við VG heldur Listhaug því fram að á þessum tilteknu 60 svæðum ríki lögleysa og glæpamenn séu við stjórnvölinn. Á þessum svæðum búi margir innflytjendur, segir Listhaug.

Samkvæmt Aftonbladet á norska ríkisstjórnin að hafa varað ríkisstjórn Svíþjóðar við fundinum með ráðherranum en ekki er tilgreint hverjar heimildir blaðsins eru fyrir ummælunum annað en að þær komi úr utanríksiráðuneytinu.

Tekið er fram að ríkisstjórnin standi ekki á bak við heimsóknina og tilgang hennar og beðið afsökunar á ráðherranum. Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægri flokksins, segir að Listhaug verði að gæta þess að það sem hún haldi fram sé í samræmi við það sem yfirvöld á viðkomandi stað hafa lýst.

Í dag krefur formaður borgarráðs Stokkhólms, Karin Wanngård, Listhaug um afsökunarbeiðni á ummælum og hegðun í garð Svía. Hún hafi ætlað sér að notfæra sér heimsóknina til þess að dreifa lygum og áróðri í garð Svía og því beri henni að biðjast afsökunar.

Bæði sænska lögreglan og bráðaliðar hafa ítrekað neitað því að „no-go“-svæðin séu til – það er að það séu svæði sem ekki er óhætt að fara inn á. En umræðan um svæðin hefur farið víða, meðal annars til Íslands, eftir að dálkahöfundur hélt þessu fram.

Einn þeirra sem hefur mótmælt ummælum Listhaug opinberlega er Carl Bildt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við norska ríkisútvarpið í morgun. 

Umfjöllun Aftenposten

Umfjöllun VG

Umfjöllun NRK

Umfjöllun Aftonbladet

mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...