Merkel vill slíta viðræðum við Tyrki

Frá kappræðunum í kvöld.
Frá kappræðunum í kvöld. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari ætlar að biðja Evrópusambandið um að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að Evrópusambandinu. Samband tyrkneskra og þýskra stjórnvalda er mjög stirrt, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti nýlega Tyrki búsetta í Þýskalandi til að kjósa gegn Kristilegum demókrötum og öðrum stjórnarflokkum landsins í komandi kosningum.

„Ég sé ekki að þeir muni ganga í sambandið nokkurn tímann og ég átti aldrei von á því,“ sagði Merkel í kappræðum í þýsku sjónvarpi í kvöld. Hún bætti því við að hún ætlaði að ræða við stjórnmálaleiðtoga Evrópusambandsríkjanna um að „slíta þessum aðildarviðræðum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert