Í gæsluvarðhaldi næsta mánuðinn

Peter Madsen, til hægri.
Peter Madsen, til hægri. AFP

Gæsluvarðhald yfir Peter Madsen, sem er grunaður um að hafa orðið blaðakonunni Kim Wall að bana, hefur verið framlengt til 3. október.

Þetta ákvað dómarinn Anette Burkø eftir fjögurra tíma löng réttarhöld í málinu í dag, samkvæmt Berlingske

Verjandi Madsen, Betina Hald Engemark, hefur frest til hádegis á fimmtudag til að kæra úrskurðinn til hæstaréttar.

Í vitnisburði Madsen í dag sagði hann að Wall hafi dáið af slysförum í kafbáti hans Nautilus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert