Stærsti jarðskjálftinn í tæpa öld

Fólk á götum úti í Mexikóborg í kjölfar jarðskjálftans í ...
Fólk á götum úti í Mexikóborg í kjölfar jarðskjálftans í nótt. AFP

„Þetta er mjög stór jarðskjálfti. Hann virðist hafa verið stærri en allir skjálftar í Mexíkó í hátt í öld. Sá síðasti sem var svipaður að stærð varð árið 1932,“ segir Vala Hjörleifsdóttir jarðskjálftafræðingur í samtali við mbl.is um jarðskjálftann sem skók Mexíkó í nótt en hún er búsett í Mexíkóborg. Skjálftinn mældist yfir 8 stig og er vitað um að minnsta kosti fimm sem létu lífið. Búist er við flóðbylgju upp á þrjá metra við vesturströnd landsins.

Jarðskjálftans var vart víða um Mexíkó, meðal annars í Mexíkóborg, en upptök hans voru á hafi úti um 120 kílómetra suðvestur af bænum Tres Picos. „Það eru viðvörunarkerfi í borginni. Við erum það langt frá þeim svæðum þar sem skjálftarnir verða þannig að það er tími til að vara fólk við. Þannig að við höfum yfirleitt einhverjar mínútur frá því að viðvörun berst og þangað til skjálftinn finnst. Fyrir vikið eru allir viðbúnir þegar það gerist.“

Fréttir hafa borist af því að íbúar Mexíkóborgar hafi hlaupið út á götur vegna jarðskjálftans á náttfötunum. Aðspurð segir Vala að jarðskjálftinn hafi fundist vel á því svæði í borginni þar sem hún býr. „Ég er samt ekki á þeim stað í borginni þar sem fólk verður yfirleitt mest vart við skjálfta. Borgin er byggð á gömlum setlögum. Það var stöðuvatn hérna. Þannig að það fer yfirleitt mjög mikið eftir því hvar maður er í borginni hvað finnst mikið.“

AFP

Viðvörunarkerfið hafi einnig farið í gang í gær segir Vala en að tilefnislausu. Þá hafi fólk einnig yfirgefið heimili sín. Spurð um framhaldið og hvort búist sé við fleiri stórum jarðskjálftum í kjölfarið segir hún: „Það hafa náttúrlega orðið eftirskjálftar og stærstu skjálftarnir sem ég hef frétt af hingað til hafa verið upp á 6,9. Þannig að það á eftir að halda áfram og fólk á eftir að finna fyrir þeim. Ekki síst á svæðinu næst upptökunum.“

Hins vegar eigi hún ekkert frekar von á fleiri jarðskjálftum á við stærsta skjálftann í tengslum við hann. Þó sé ekki hægt að útiloka það. Líkt og Íslendingar búist alltaf við stórum Suðurlandsskjálfta sé alltaf búist við virkilega stórum skjálfta í Mexíkó. Þetta hafi hins vegar ekki verið hann. Spurð um flóðbylgjuna sem vænst er í kjölfar skjálftans segir Vala að fólk óttist auðvitað afleiðingar hennar á þeim svæðum þar sem búist er við henni. 

Hins vegar eigi afleiðingar jarðskjálftans eftir að koma í ljós smám saman. Bæði hvað varðar afleiðingar flóðbylgjunnar og fjölda þeirra sem létu lífið vegna skjálftans. Það taki alltaf tíma. Erfitt geti verið að fá upplýsingar frá svæðum þar sem íbúar eru fáir og samgöngur slæmar. Eða þar sem samgöngur hafa farið úr skorðum vegna skjálftans. 

AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...