Tala látinna hækkar í Mexíkó

Fólk hópaðist út á götur í Mexíkóborg.
Fólk hópaðist út á götur í Mexíkóborg. AFP

Að minnsta kosti 27 létu lífið í jarðskjálftanum í Mexíkó í nótt. Skjálftinn sem skók Mexíkó klukkan 23.50 að staðartíma er 8,2 að stærð en búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku og Ekvador. 

Jarðskjálft­ans varð vart víða um Mexí­kó, meðal ann­ars í Mexí­kó­borg, en upp­tök hans voru á hafi úti um 120 kíló­metra suðvest­ur af bæn­um Tres Picos. Byggingar í Mexíkóborg sveifluðust og fólk hljóp út á götur borgarinnar.

Forseti landsins, Pena Nieto, sagði að um væri að ræða stærsta skjálftann í Mexíkó í heila öld og taldi enn fremur að um 50 milljónir íbúa hefðu fundið fyrir skjálftanum. Tala látinna ætti líklega eftir að hækka.

Fjöldi eftirskjálfta, á bilinu 4,3 til 5,7 að stærð, hefur fylgt í kjölfarið úti fyrir vesturströnd Mexíkó. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert