400 þúsund heimili rafmagnslaus

Mikil eyðlegging fylgir Irmu en hér má sjá aðstæður í …
Mikil eyðlegging fylgir Irmu en hér má sjá aðstæður í Caibarien, sem er í Villa Clara-héraði á Kúbu, en Irma fór þar yfir í gær. AFP

Tæplega 400 þúsund heimili á Flórída í Bandaríkjunum eru orðin rafmagnslaus og fellibylurinn Irma nálgast óðfluga. Irma er aftur orðin fjórða stigs fellibylur. Auga stormsins eða kraftmesti hluti fellibyljarins er kominn „mjög nálægt“ neðrihluta Florida Keys-eyja­klas­ann, sem er syðst við Flórída. Eftir það stormar hún yfir vest­ur­strönd rík­is­ins. NBC greinir frá. 

Klukkan er að verða sjö að morgni að staðartíma í Florida. Sérfræðingur hjá bandarísku fellibyljamiðstöðinni reiknar með að klukkan níu að staðartíma skelli Irma á fullum þunga á Keys-eyjaklasann. Sólarhring síðar eða á mánudaginn verður kraftur Irmu kominn niður í þriðja stig þegar hún þokar sér upp vesturhluta ríkisins. Þetta kemur frá CNN. 

Bálhvasst er þegar orðið í Florida og hefur vatnsyfirborð hækkað talsvert. Það er orðið of seint fyrir fólk að komast í öruggt í skjól, að sögn ríkisstjóra. 

Irma er á leið til Flórída.
Irma er á leið til Flórída. Ljósmynd/skjáskot CNN

Eyjarnar í Karíbahafi eru gjörónýtar. Frönsk stjórnvöld segja 95% eyjarinnar St. Martin sé gjörónýt. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var með neyðarfund á laugardaginn þar sem áætlun um björgunaraðgerðir og uppbygginu á eyjunni var kortlagt. 

Að minnsta kosti 24 hafa lát­ist af völd­um felli­bylj­ar­ins sem hef­ur gengið yfir eyj­ar í Karíbahafi, að því er seg­ir á vef BBC. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka meðal annars á eyjunum í Karíbahafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert