Að minnsta kosti 90 hafa látist

Eyðileggingin eftir skjálftann er gríðarleg.
Eyðileggingin eftir skjálftann er gríðarleg. AFP

Að minnsta kosti 90 manns létust í jarðskjálfta sem var 8,1 stig af stærð í Mexíkó fyrir nokkrum dögum. 71 þeirra lést í suðvesturhluta Oaxaca, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruð fjölskyldna hafast við í tjöldum af ótta við frekari eftirskjálfta. Alls hafa jarðskjálftafræðingar greint 721 eftirskjálfta frá því stóri skjálftinn reið yfir. BBC greinir frá.   

Jarðskjálftinn er sá stærsti sem hefur mælist í Mexíkó á síðustu öld. Björgunarstarf stendur enn yfir. 

Á föstudaginn fór hitabeltisstormurinn Katia yfir austurhluta landsins og að minnsta kosti tveir íbúar létust þegar aurskriður féllu eftir gríðarlega úrkomu. 

Björgunarstarf heldur áfram.
Björgunarstarf heldur áfram. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert