„Hafið er horfið“

Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Irmu á ferð sinni frá Karíbahafi …
Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Irmu á ferð sinni frá Karíbahafi norður til Bandaríkjanna. AFP

Kraftur fellibyljarins Irmu er gríðarlegur. Greint er frá því á vef Washington Post hvernig Irma hefur þurrkað eða sogað upp hafið í kringum Long Island, sem er hluti af Bahama-eyjum.

Veðurfræðingur segir þetta mjög óvenjulegt veðurfyrirbrigði sem menn geti lesið um í námsbókum en eigi ekki endilega von á því að upplifa. Slíkir séu kraftar Irmu sem geti breytt heilu hafsvæði.

Síðdegis í gær birti Twitter-notandi eftirfarandi færslu sem sýnir ástandið við Long Island í Karíbahafi. „Hafið er horfið!,“ segir í færslunni.

Veðurfræðingur segir í grein á vef Washington Post, að fellibylurinn sé svo kraftmikill og loftþrýstingurinn afar lágur, að sjórinn sogast inn í auga stormsins. Búist er við að sjórinn muni skila sér aftur, en þó ekki með miklum látum, síðdegis í dag. Menn eiga því ekki von á því að gefin verði út flóðbylgjuviðvörun vegna þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert