Irma nálgast Flórída

Lögreglmenn við eftirlit í Fort Lauderdale, sem rétt norðan við …
Lögreglmenn við eftirlit í Fort Lauderdale, sem rétt norðan við Miami á Flórída, þar sem íbúar búa sig nú undir komu Irmu. AFP

Veðrið er farið að færast í aukana við syðri odda Flórídaskaga þar sem fellibylurinn Irma nálgast óðfluga, en búist er við að Irma muni skella á af fullum þunga innan fárra tíma. Vatnsyfirborð við strendur ríkisins er þegar farið að hækka. 

Búið er að fyrirskipa um 6,3 milljónum íbúa að yfirgefa heimili sín. Ríkisstjóri Flórída segir að nú sé orðið of seint að reyna komast undan og í öruggara skjól.

Að minnsta kosti 24 hafa látist af völdum fellibyljarins sem hefur gengið yfir eyjar í Karíbahafi, að því er segir á vef BBC.

Irma er aftur orðin að fjögurra stigs fellibyl en vindhraðinn mælist nú um 58 metrar á sekúndu. Hún nálgast nú suðurhluta Flórída eftir að hafa farið yfir norðausturhluta Kúbu síðdegis í gær.

Skilti sem segir að ferðamannastaður sé lokaður vegna komu fellibyljarins.
Skilti sem segir að ferðamannastaður sé lokaður vegna komu fellibyljarins. AFP

Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir að Irma muni fara yfir Florida Keys-eyjaklasann, sem syðst við Flórída, og einnig yfir vesturströnd ríkisins. 

Fellibylurinn, sem teygir sig yfir gríðarstórt svæði, er þegar farinn að hafa mikil áhrif, m.a. í borginni Miami en þar er nú úrhellisrigning. 

Minniháttar skemmdir hafa orðið á Florida Keys en búist er við að svæðið muni finna fyrir Irmu af fullum þunga síðar í dag. Yfirvöld segja að engin svæði á Florida Keys teljist vera örugg svæði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert