Ætla að banna bensín- og dísilbíla

Hleðslustöð fyrir rafbíla í Peking í Kína.
Hleðslustöð fyrir rafbíla í Peking í Kína. AFP

Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hafi í hyggju að banna bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti. Varaiðnaðarráðherra Kína, Xin Guobin, tilkynnti um þetta um helgina. Frá þessu greinir CNN. Ekki stendur þó til að banna bíla sem þegar eru í umferð.

Í Kína er stærsti markaður bifreiða í heiminum. Til stendur að banna framleiðslu og sölu á mengandi bifreiðum í Kína en flestir bílar í heiminum í dag eru knúnir dísilolíu eða bensíni. Áður hafa Indverjar, Frakkar, Bretar, Hollendingar og Norðmenn ákveðið að setja sölu á slíkum bílum skorður.

Fram kemur í frétt CNN að ekki liggi fyrir hvenær bannið tekur gildi en að í gangi sé vinna um tímaáætlun þar að lútandi.

Guobin hefur að sögn ríkisfjölmiðilsins Xinhua varað bílaframleiðendur við þeim fyrirætlunum sem framundan eru og hvatt þá til að snúa sér að framleiðslu rafbíla. Fram kemur í fréttinni, þar sem vísað er í opinbera yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins, að stjórnvöld muni niðurgreiða kaupverð rafbíla og annarra umhverfisvænna bíla um allt að helming, til að kynda undir þróunina.

Stórir bifreiðaframleiðendur á borð við Ford og Volkswagen hafa í hyggju að setja á markað rafbíla í Kína. GM hefur þegar hafið sölu á hreinræktuðum rafbíl, Baojun 100, í Kína. Kínverskir framleiðendur eru þó skrefinu á undan og eru ráðandi á markaði rafbíla í Kína. Þó er staðan í landinu enn sú að aðeins um 1% nýrra bifreiða sem seldar eru, eru hreinir rafbílar.

Í þessu samhengi er skemmst að minnast fyrirætlana Volvo en fyrr á árinu var tilkynnt að allir bílar fyrirtækisins búnir rafmótor frá árinu 2019.

mbl.is
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
BÆKUR TIL SÖLU
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...