Gripdeildir í Miami

Þjófar nýtar sér ástandið í Miami af völdum Irmu.
Þjófar nýtar sér ástandið í Miami af völdum Irmu. AFP

Lögreglan í Miami handtók níu manns sem voru staðnir að verki í íþróttavöruverslun í Miami, Fort Lauderdale, þar sem þeir stálu íþróttaskóm og fatnaði. Þeir hugðust nýta sér fámennið á svæðinu í skjóli fellibyljarins Irmu. Dagblaðið Miami Herald greinir frá. 

Til þjófanna sást á sjónvarpsupptökum þar sem þeir brutu sér leið inn um opinn glugga og fóru inn og út úr versluninni með varninginn.  Lögreglan kom á staðinn um klukkutíma seinna og tveir voru staðnir að verki. Nokkru síðar voru fleiri handteknir annars staðar á svæðinu.

Þá voru tveir staðnir að verki við innbrot í hús í suðurhluta Flórída um klukkan 3 um nótt. Þeir voru handteknir. Eigendur hússins sem voru ekki heima sáu innbrotsþjófana í gegnum eftirlitsmyndavélar og gerðu lögreglunni viðvart sem fór á staðinn. NBC greinir frá

Annar þeirra, 17 ára einstaklingur, var skotinn þegar hann reyndi að komast undan handtöku. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður en var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.  

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert