Langt frá settum heilsufarsmarkmiðum

Mörg markmiðanna eru óraunhæf að mati höfunda rannsóknarinnar.
Mörg markmiðanna eru óraunhæf að mati höfunda rannsóknarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki eitt einasta land, af þeim 188 sem skoðuð voru með tilliti til framþróunar heilsufars íbúanna, mun ná markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma nýrri tegund berklasýkingar, fyrir árið 2030, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar heilsufarsrannsóknar sem birtust í læknatímaritinu The Lanchet í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

Aðeins fimm prósent þeirra landa sem tekin voru út og skoðuð voru eru talin líkleg til að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um að draga úr sjálfsvígum, bílslysum og offitu barna fyrir þennan tíma. Þá eru aðeins sjö prósent landanna talin líkleg til að geta útrýmt HIV á næstu 13 árum.

Ísland kemur best út

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má aðeins telja líklegt að fimmtungur af þeim 37 heilsufarsvandamálum, sem voru samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2015, sem markmið í sjálfbærri heilsufarslegri þróun, muni nást fyrir árið 2030. Fjöldi markmiða sem sett voru eru talin óraunhæf fyrir mörg landanna, að mati höfunda rannsóknarinnar.

Ísland, Svíþjóð og Singapúr eru þau lönd sem koma best út úr rannsókninni og eru talin ná sem flestum markmiðum á meðan Sómalía, Mið-Afríkulýðveldið og Afganistan koma verst út.

2.500 sérfræðingar um allan heima tóku þátt í rannsókninni og skoðuðu heilsufarslegar framfarir í 188 löndum og framreiknuðu þróunina fram til ársins 2030.

Mikilvægt að grípa í taumana

Höfundarnar segja að niðurstöður útreikninganna undirstrika mikilvægi þess að grípa verði í taumana og gera dramatískar breytingar á lífsháttum til að hraða jákvæðri heilsufarslegri framþróun. Þá verði að auka aðgengi að heilsugæslu í öllum löndum.

Það kemur ekki á óvart í niðurstöðunum að mikið bil er á milli ríkra og fátækra landa, en hátekjulönd eru talin geta náð um 38 prósent þeirra markmiða sem sett hafa verið á meðan lágtekjulönd eru aðeins talin geta náð 3 prósentum markmiðanna.

Dregur úr ungbarnadauða og malaríu

Löndin eru líka að glíma við ólík heilsufarsvandamál. Í lágtekjulöndum eru vandamálin helst að konur farist af barnsförum, barnadauði, malaría og ýmsir umhverfisþættir, sem hafa áhrif á heilsuna í meira mæli en í hátekjulöndum. Þegar kemur að lífsstílstengdum sjúkdómum eru hátekjulönd augljóslega í vandræðum. Bandaríkin koma til að mynda mjög illa út hvað varðar misnotkun á áfengi, sjálfsvíg og morð.

Höfundar rannsóknarinnar segja þó mjög ánægjulegt að sjá hve vel hefur gengið að draga úr malaríu, ungbarnadauða og því að konur látist úr meðgöngutengdum kvillum. Talið er að 60 prósent landanna nái settum markmiðum hvað þetta þrennt varðar fyrir árið 2030.

mbl.is
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu - Sumarpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir sumarsendingar 2018. Húsin eru áætluð til afh...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...