„Tökum áhættuna eða deyjum“

AFP

Ungmenni á flótta eru mjög oft fórnarlömb mansals og þrælahalds en flest þeirra eru reiðubúin til þess að hætta á slíkt því þeirra eina von um að lifa er að forða sér að heiman. Hættan er mest fyrir ungmenni frá ríkjum sunnan Sahara en meirihluti þeirra verða fyrir misnotkun og ofbeldi á flóttanum.

AFP

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og IOM, stofnun Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga, hafa gefið út skýrslu um hvað mætir börnum og ungmennum á flótta yfir Miðjarðarhafið.

Þar kemur fram að börn og ungmenni sem eru að flýja undan hörmungum eða í leit að betri framtíð eiga fæst möguleika á að því að komast til annarra ríkja á grundvelli mannúðar, áritunar vegna náms eða vinnu eða á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta þýðir að flest þeirra þurfa að reiða sig á smyglara við að fara á milli landa.

Flóttafólk frá Afríku sem var bjargað úr sjávarháska fyrir utan ...
Flóttafólk frá Afríku sem var bjargað úr sjávarháska fyrir utan strönd Líbýu. AFP

Mohammad, sem er 17 ára gamall, fór í gegnum Líbýu á leið sinni til Ítalíu þar sem hann sótti um hæli. Í hans huga var ekkert annað í boði en að taka áhættuna ef hann ætlaði að komast undan ofbeldi og ofsóknum heima fyrir.

„Við hættum lífi okkar til þess að komast hingað,“ segir hann við skýrsluhöfunda. „Við fórum yfir hafið. Við vissum að það væri hættilegt en við tókum áhættuna. Við gerum að eða við deyjum.“

AFP

Leiðin yfir Miðjarðarhaf er ein sú hættulegasta fyrir flóttafólk en þá leið fara þúsundir Afríkubúa, Asíubúa og fólk frá Miðausturlöndum í hverjum mánuði. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa 480 þúsund manns flúið yfir Miðjarðarhaf til Evrópu en þúsundir hafa drukknað á flóttanum. Ekki er vitað hversu margir hafa látist á flóttanum yfir Sahara-eyðimörkuna og annars staðar á leiðinni að ströndinni. Flóttafólk á þessari leið stendur ekki aðeins frammi fyrir ógn af völdum náttúruaflanna heldur einnig hætta af fólki sem notfærir sér neyð annarra.

Smyglarar og níðingar sem starfa utan laga og reglna og notfæra sér neyð barna og ungmenna sem eru oft auðveld fórnarlömb. 

Í skýrslunni kemur fram að 77% barna og ungmenna sem ferðast í átt að Miðjarðarhafinu á leið til Evrópu hafa orðið fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni og lent í aðstæðum sem leiða mega til mansals.

Skýrslan, Harrowing Journeys,  byggir á upplýsingum frá 11 þúsund börnum og ungmennum, og veitir innsýn í þá hættuför sem þau leggja á sig í leit að öryggi og betra lífi.

AFP

Christelle er 15 ára og hún flúði ásamt fjölskyldu sinni frá Austur-Kongó. Þegar þau komu til Líbýu mætti þeim hatur sem hún segir ríkja í garð svarts fólks í landinu. Undir þetta taka sýrlenskir flóttamenn sem upplifðu þessa mismunin þegar smyglararnir  röðuðu í flóttabátana sem fóru frá Líbýu til Ítalíu. Fyrst var Afríkubúum gert að fara um borð þar sem þeim var staflað undir þiðjum sem er hættulegasti staðurinn um borð ef lent er í sjávarháska. Sýrlendingar fengu hins vegar að vera á þilfarinu sem er mun öruggari staður en undir þilfarinu. 

AFP

Á sama tíma og fátt annað er í stöðunni en að kaupa sér far með smyglurum þá veit flóttafólk ekki fyrirfram hvað bíður þeirra því smyglararnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Yfirleitt er það græðgi sem ræður för en sumir þeirra eru hluti af alþjóðlegum glæpasamtökum en aðrir starfa með smærri samtökum. Í einhverjum tilvikum eru smyglararnir íbúar í viðkomandi landi sem nýta tækifærið til að hagnast á neyð annarra. Stundum eru glæpasamtökin með einstaklinga innan sinna vébanda meðal flóttafólks og hælisleitenda. Til að mynda nígerískir glæpahringir sem starfa á Ítalíu en þeir fá ungar stúlkir til þess að fara frá heimalandinu til Ítalíu þar sem þær eru seldar mansali.

AFP

„Sá grimmi raunveruleiki blasir við að nú er algengara en ekki að börn á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru misnotuð, seld mansali, lamin og sæti mismunun,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. Þegar börnin koma til Evrópu standa þau oft í skuld við smyglara, sem setur þau í enn meiri hættu. Að meðaltali greiða börnin um 1.000 – 5.000 evrur fyrir ferðina yfir. „Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að vinna að langtímalausnum sem fela í sér öruggar og löglegar leiðir yfir landamæri, koma upp svæðum sem vernda börn á faraldsfæti og finna aðra valkosti en að hneppa börn í varðhald,“ bætir hún við í tilkynningu frá UNICEF.

AFP

Í skýslunni kalla UNICEF og IOM eftir tafarlausum aðgerðum sem tryggja öryggi og réttindi barna, hvort sem um ræðir börn á flótta eða faraldsfæti. Kallað er eftir því að stjórnvöld sem og leiðtogar Afríkusambandsins, Evrópusambandsins, alþjóðlegra stofnana og aðrir hluteigandi aðilar setji í forgang röð aðgerða: 

Að búa til öruggar og löglegar leiðir fyrir börn á flótta og faraldsfæti; efla þjónustu sem verndar þau, hvort sem um er að ræða í þeim löndum sem þau koma frá, löndum sem þau ferðast í gegnum eða áfangastað; vinna þvert á landamæri í baráttunni gegn mansali og misneytingu; og berjast gegn útlendingahatri, kynþáttafordómum og mismunun gegn öllum innflytjendum og flóttamönnum.

UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til aðgerða á sex sviðum:

  1. Vernda börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.
  2. Hættaað hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.
  3. Halda fjölskyldum saman, en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna ásamt því að veita börnunumlagalega stöðu.
  4. Halda öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi, og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra nauðsynlega þjónustu.
  5. Þrýsta á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.
  6. Vinna gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa. 

UNICEF hvetur ríkisstjórnir heimsins og Evrópusambandið til að styðja og tileinka sér þessa aðgerðaáætlun, að því er segir í tilkynningu en skýrsluna er hægt að nálgast hér.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...