Brotist inn í skóla Georgs litla

Georg litli byrjaði í skóla í síðustu viku.
Georg litli byrjaði í skóla í síðustu viku. AFP

Breska lögreglan endurskoðar nú öryggisgæslu í skóla Georgs litla prins, sonar Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, eftir að fertug kona reyndi að brjótast þar inn í vikunni. Konan var handtekin og er í varðhaldi. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Við vinnum nú að þessu máli í samstarfi við skólann, sem hans hátign, Georg prins, sækir. Við munum fara yfir öll öryggismál eftir atvikið,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Ekki er vitað hvað konunni gekk til en hún virðist hafa komist inn í skólann án þess að hafa átt þar erindi. Ekki er heldur vitað hvort konan hafi farið inn í skólann vegna Georgs, sem hóf skólagöngu sína í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert