Veita 8 milljarða í neyðaraðstoð

Theresa May forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bretar munu veita 25 milljónum punda til viðbótar í neyðaraðstoð til eyja í Karíbahafi sem urðu illa útleiknar vegna fellibyljarins Irmu sem ólmaðist á eyjunum. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, heimsótti eyjarnar Anguilla og Bresku-Jómfrúareyjarnar nýverið.

Eftir heimsóknina sagði utanríkisráðherrann að „Bretum á eyjunni yrði heitinn stuðningur“ og að sá stuðningur væri ekki til skamms tíma. 

Áður hafði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að 32 milljónum punda yrði varið í neyðaraðstoðina. Alls veita Bretar því 57 milljónum punda til neyðaraðstoðarinnar sem jafngildir um 8 milljörðum íslenskum króna. Þetta eru um May greindi frá þessu á breska þinginu í dag. 

May hafði sætt gagnrýni fyrir að bregðast ekki nógu fljótt við ástandinu. 

Núna eru yfir 1.000 hermenn á svæðinu og 200 til viðbótar munu mæta á næstu dögum auk 60 lögreglumanna, sagði forsætisráðherrann. 

Níu manns létust á þeim eyjum sem heyra undir Breta en að minnsta kosti 50 manns léstust á eyjunum í Karíbahafi. 

Boris Johnson, untaríkisráðherra Bretlands, nýlentur á eyjunni Anguilla í Karíbahafi.
Boris Johnson, untaríkisráðherra Bretlands, nýlentur á eyjunni Anguilla í Karíbahafi. AFP
mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...