24 farast í bruna á heimavist

Slökkvilið fyrir utan Darul Quran Ittifaqiyah-trúarskólann í Kuala Lumpur. 22 ...
Slökkvilið fyrir utan Darul Quran Ittifaqiyah-trúarskólann í Kuala Lumpur. 22 drengir á aldrinum 13-17 ára létust í eldinum og tveir starfsmenn. AFP

24 hið minnsta létust í morgun í eldsvoða í skóla í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Flestir hinna látnu eru nemendur við Tahfiz Darul Quran-trúarskólann. Voru þeir innilokaðir í heimavist skólans, sem er með járngrindur fyrir gluggum, þegar eldurinn kom upp í morgunsárið.

Khirudin Drahman, slökkviliðsstjóri borgarinnar, segir eldinn vera þann mannskæðasta sl. 20 ár.

22 þeirra sem létust voru nemendur við skólann, drengir á aldrinum 13-17 ára, og svo tveir starfsmenn.

Tilkynning barst um eldinn klukkan 05:40 að staðartíma og virðist sem upptök hans hafi verið í heimavistinni.

„Byggingin var öll umvafin járngrindum sem ekki var hægt að opna að innanverðu. Þegar nemendurnir vöknuð við eldinn reyndu þeir að komast út um gluggana en það var ekki hægt vegna járngrindanna,“ sagði Soiman Jahid, deildarstjóri hjá slökkviliðinu.

Rannsókn á eldsupptökum er nú í gangi, en talið er líklegt að skammhlaup hafi valdið eldinum eða að kviknað hafi í háspennukefli sem fæla á frá moskítóflugur.

Nágranni sagði Reuters-fréttastofunni að hann hefði heyrt óp og séð eldinn. „Börnin hrópuðu á hjálp, en ég gat ekki hjálpað þeim því að dyrnar voru í ljósum logum,“ sagði hann.

Fjöldi nemenda var fluttur á sjúkrahús til meðferðar við reykeitrun.

Yfirvöld í Malasíu hafa áður vakið athygli á ótryggum öryggisaðstæðum í einkareknum trúarskólum í landinu, en fjölmiðar í landinu segja rúmlega 200 dæmi þess að eldur hafi komið upp í einkaskólum frá 2015.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...