Algjör glundroði á lestarstöðinni

Parsons Green lestarstöðin.
Parsons Green lestarstöðin. AFP

Að minnsta kosti 22 slösuðust þegar sprengja sprakk í yfirfullum lestarvagni í London í morgun. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverk en fólk sem var á Parsons Green lestarstöðinni segir að farþegar sem voru um borð í lestarklefanum þar sem sem sprengjan sprakk hafi verið útataðir í blóði og með brunasár í andlitum og höfði.

Að sögn Mark Rowley, yfirmanns hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London, segir að allt bendi til þess að um sprengju hafi verið að ræða. 

Myndir sem breskir fjölmiðlar hafa birt sýna logandi hvíta fötu ofan í innkaupapoka og upp úr standa vírar. Samkvæmt BBC var sprengjan með tímastilli.

Samkvæmt Sky News virðist sem sprengjan hafi ekki virkað sem skyldi og því krafturinn minni en hefði geta orðið. 18 voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahús en fjórir farþegar 

Rowley segir að flestir þeirra sem hafi verið fluttir á sjúkrahús hafi verið með brunasár. Leyniþjónustan, MI5, kemur einnig að rannsókn málsins.

Forsætisráðherra Bretlands, Thersesa May, segir að hugur hennar sé hjá þeim sem særðust í árásinni en hún hefur boðað til ríkisstjórnarfundar síðar í dag vegna málsins.

Vopnuð lögregla er að störfum um borð í neðanjarðarlestum og á lestarstöðvum auk þess sem lögregla er með hunda að störfum víða í London í dag. Parsons Green lestarstöðinni hefur verið lokað og svæðið allt í kring hefur verið girt af. 

 Farþegar segja algjöran glundroða hafa ríkt í kjölfar sprengingarinnar klukkan 8:20 í morgun. Louis Hather, 21 árs, var á leiðinni til vinnu og var um borð í sömu lest og sprengjan sprakk, þremur lestarklefum frá. „Ég fann brunalyktina. Þetta var eins og þegar plast brennur,“ segir hann. Hather tróðst undir þegar fólk reyndi að forða sér af vettvangi og er illa marinn og skorinn. 

Sally Faulding, 51 árs gamall kennari, segir að fólk hafi troðist undir í öngþveitinu sem myndist í kjölfar sprengingarinnar og fleiri taka í svipaðan streng. Fólk hafi öskrað og æpt og reynt að forða sér á hlaupum.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tjáð sig á Twitter um árásina og segir að önnur árás hafi verið gerð í London. Hryðjuverkaárás framin af aumingja. Hann segir að þeir sem standi á bak við árásina hafi verið undir eftirliti Scotland Yard. 

Ekkert hefur hins vegar verið upplýst um hvort þeir sem stóðu á bak við tilræðið hafi verið undir eftirliti bresku lögreglunnar. En ef svo er þá hefur Trump upplýst um það áður en yfirvöld í Bretlandi gera það. 

„Satt eða ekki satt og ég er viss um að hann hefur ekki hugmynd um það þá er þetta afar ótilhlýðilegt af bandamanni okkar og leyniþjónustusamstarfsaðila,“ skrifar Nick Timothy, fyrrverandi ráðuneytisstjóri May forsætisráðherra á Twitter.

 Trump hefur síðan þá bætt við færslu á Twitter um að ríkisstjórn hans hafi á níu mánuðum náð meiri árangri gegn vígasamtökunum Ríki íslam en ríkisstjórn Barack Obama forseta á átta árum. Þess má geta að Ríki íslams fór ekki að láta til sín taka fyrr en snemma árs 2014 en straum­hvörf urðu í stríðinu í Sýr­landi árið 2014 þegar víga­sam­tök­in Ríki íslams lýstu yfir stofn­un kalíf­a­dæm­is á yf­ir­ráðasvæðum sín­um í Sýr­landi og Írak. 

AFP
mbl.is
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...