Rannsakað sem hryðjuverk

Fyrir utan Parsons Green-lestarstöðina í morgun.
Fyrir utan Parsons Green-lestarstöðina í morgun. AFP

Átján hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu í lestarkerfi London í morgun. Að sögn vitna eru margir þeirra með mjög alvarleg brunasár eftir að sprengja sprakk í lestarvagni við Parsons Green-lestarstöðina í vesturhluta London í morgun.

AFP

Samkvæmt upplýsingum frá Scotland Yard er málið rannsakað sem hryðjuverk. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir í innkaupapoka og sprakk hún klukkan 8:20 í morgun. 

Lestarstöðin, sem er ofanjarðar, hefur verið girt af og er tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi.

AFP
mbl.is